Skip to content

Vinaskóli Norræna hússins

Sabina Westerholm forstöðumaður Norræna hússins.

 

 

 

 

 

Verkefnið Vinaskóli Norræna hússins er langtímaverkefni unnið með Hólabrekkuskóla með áherslu á nemendur í sjötta bekk.

Verkefnið hefst með heimsókn í Norræna húsið þar sem fræðst verður um starfsemi hússins, Norrænu löndin og hápunkta í norrænni menningu með áherslu á myndlist, tónlist og bókmenntir. Verkefnið felur í sér alhliða fræðslu þar sem nemendur fá færi á að starfa í hópavinnu þar sem hver hópur velur áherslu og því gefst nemendum færi á að fræðast í gegnum áhugasvið sín, undir handleiðslu safnkennara. Ferlið virkjar sjálfstæða hugsun, sköpunarkrafta og þjálfar samskiptafærni auk þess sem reynt verður á hæfileika í miðlun. Markmið verkefnisins er að gefa nemendum færi á menningarlæsi sem nær út fyrir landsteinanna ásamt því að kynnast fjölbreyttu starfi hússins og umhverfi þess. Með auknu menningarlæsi eykst meðvitund um samhengi landa og þjóða auk þess sem að heilbrigður samanburður getur átt sér stað en gagnrýni á eigin land og þjóð er mikilvægur grunnur lýðræðissamfélaga. Verkefnið minnkar bil milli landanna og eykur möguleika á samstarfi í framtíðinni.

Norræna húsið fylgir stefnu Norrænu ráðherranefndarinnar í markvissu alþjóðastarfi sem leggur áherslu á réttindi barna og sjónarmið ungs fólks ásamt því að stefna að því að gera Norðurlöndin að einu sjálfbærasta og samþættasta svæði heims.

Myndir af sýningunni Klippi klippi sem átti sér stað á Barnamenningarhátíð.

 

https://nordichouse.is/vidburdur/baltnesk-barnamenningarhatid-i-norraena-husinu-klippi-klippi-klippimyndasmidja/