Fimmtudagurinn 13. desember 2018

Nemendaþing „Hvað viltu læra í skólanum?“

Nemendaþing var haldið í Hólabrekkuskóla  þann 20. nóvember 2018. Yfirskrift þingsins var „Hvað viltu læra í skólanum?“ og létu svörin ekki á sér standa þar sem allir nemendur skólans tóku þátt í að móta hugmyndir sem fulltrúar úr öllum árgöngum funduðu um á þinginu. Stjórn nemendafélagsins bauð fram aðstoð sína og áttu stórt hlutverk í að stýra þinginu og vinna úr niðurstöðu fundarins með stjórnendunum. Þau eru einstaklega drífandi fólk og ber að þakka alveg sérstaklega fyrir gott samstarf. Við lærðum öll heilmargt og hlökkum til að halda annað þing að ári.

Prenta | Netfang