Fimmtudagurinn 13. desember 2018

Íslenskuverðlaun unga fólksins 2018

. islhs isl2018
Mynd: Nemendur okkar þau Margrét J. L. Þórhallsdóttir og Karan Gurung

Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík voru afhent í tólfta sinn á Degi íslenskrar tungu, föstudaginn 16. nóvember síðastliðinn, og fór athöfnin fram í Norðurljósasal Hörpu. Sextíu og sjö grunnskólanemar, og einn nemendahópur tóku við Íslenskuverðlaununum að þessu sinni og óskum við þeim öllum innilega til hamingju með verðlaunin. Sjá frétt af vef Reykjavíkurborgar hér.

Margrét J. L. Þórhallsdóttir  fyrir að vera afburða nemandi í íslensku, hvort sem er á rituðu máli, bókmenntum, réttritun eða málfræði.

Karan Gurung fyrir að vera einstakur nemandi og einn sterkasti nemandi bekkjarins í íslensku þrátt fyrir að koma ekki úr íslensku málumhverfi.

Verndari verðlaunanna, frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands, flutti ávarp við athöfnina og afhenti stoltum grunnskólanemendum verðlaunin sín. Íslenskuverðlaununum sem er úthlutað árlega í tilefni af Degi íslenskrar tungu er ætlað að auka áhuga grunnskólanema í Reykjavík á íslenskri tungu og hvetja þá til framfara í tjáningu í töluðu og rituðu máli.

Prenta | Netfang