Laugardagurinn 19. janúar 2019

Skólakynning fyrir foreldra 5 ára barna

Skolaheimsokn2018
Smelltu á mynd til að opna bréfið


Kæri verðandi nemandi í Hólabrekkuskóla,

Þar sem þú ert að byrja í Hólabrekkuskóla í haust langar okkur að bjóða þér í heimsókn í skólann  miðvikudaginn 16. maí  kl. 14:00 – 16:00. Við hlökkum mikið til að fá þig í skólann og ætlum að vinna verkefni, lesa sögu, fara í frímínútur, borða nesti og sitthvað fleira.

Ef þú átt skóladót mátt þú taka það með þér, annars færðu það lánað hér í skólanum. Það er líka mjög gott að koma með hollt og gott nesti en það er mikilvægt ef þú ætlar að vera dugleg/ur í skólanum.

Kæru foreldrar,

Það er með ánægju að við bjóðum ykkur í Hólabrekkuskóla ásamt barni ykkar miðvikudaginn 16. maí  kl. 14:00 – 16:00. Nemendur verða hjá kennurum í kennslustofum en þið fáið kynningu á skólanum í hátíðarsalnum. Skólinn stendur fyrir tveggja daga námskeiði fyrir foreldra 6 ára barna. Þetta er fyrri námskeiðsdagurinn en sá síðari verður miðvikudaginn 12. september nk. og verður hann betur auglýstur síðar.

Vinsamlegast komið að innganginum í nýbyggingu (frá Austurbergi / skólalóð). Í anddyrinu hanga nafnalistar sem vísa börnunum á stofunúmer. Við hlökkum til að sjá ykkur.   

                                                                                               

                                                                                                   Með góðri skólakveðju,

                                                                                                   frá okkur öllum í Hólabrekkuskóla

Prenta | Netfang