Fimmtudagurinn 13. desember 2018

Tilkynning vegna samræmds prófs í ensku í dag, 9. mars 2018

Kæru foreldrar nemenda í 9. bekk,

Miklir tæknilegir örðugleikar, hjá Menntamálastofnun, hafa verið í sambandi við enskuprófið og er fyrri hópurinn hættur próftöku og seinni hópurinn mun ekki koma í prófið.  Þar sem sumir nemendur komust ekki inn og /eða duttu út í prófinu – þá var ákveðið að fresta allri fyrirlögn.

Bestu kveðjur,
skólastjóri

Sjá póst frá Menntamálastofnun hér að neðan:

Ágæti skólastjóri. 

Það hafa verið hnökrar hjá þjónustuaðila og vandamál með álag kom upp aftur. 
Enskuprófið gengur ekki sem skyldi. 
Sú ákvörðun hefur verið tekin að fresta fyrirlögn þess. 

Þeim sem eru í prófinu og gengur vel er að sjálfsögðu heimilt að ljúka við próftöku.  Menntamálastofnun harmar þetta mjög.

 

Prenta | Netfang