Laugardagurinn 19. janúar 2019

Öskudagur 2018

Öskudagur í Hólabrekkuskóla frá kl. 8:30 – 12:00, miðvikudagur 14. febrúar 2018.

Nemendur mæta kl. 8:30 í sínar heimastofur til umsjónarkennara. Þeir nemendur sem vilja geta klætt sig í búninga/furðuföt/náttföt og allir gera sig tilbúna fyrir góðan dag. Kennarar kynna skipulag dagsins fyrir nemendum.

Klukkan 9 hefst stöðvarvinna. Frjálst val – nemendur velja sér stöðvar og mega flakka á milli.

Boðið verður upp á: öskupokagerð, andlitsmálningu, dansleik, spil, borðspil, hatta og grímugerð, listaverkagerð, skák, yndislestur, teikning og litamyndir, söng, dans, origami, leikir og þrautir og vöfflubakstur.

Boðið verður upp á gæslu í skólanum fyrir börn sem eru í Álfheimum og Hraunheimum þar til þeirra starfsemi hefst. Í boði verður að spila, teikna, lesa, perla, leika o.fl.

Af gefnu tilefni viljum við taka fram að það er alls ekki nauðsynlegt fyrir börnin að mæta í búningum og minnum á að náttföt og furðuflíkur teljast fullgildir búningar.

Með góðri kveðju og ósk um að dagurinn verði nemendum ánægjulegur, starfsfólk Hólabrekkuskóla.

Prenta | Netfang