Laugardagurinn 19. janúar 2019

Snjallborgin Reykjavík

Skólinn fór í samvinnu við fyrirtæki sem er að skoða snjallborgir. Verkefnið fólst í að kanna hvaða hugmyndir nemendur í Hólabrekkuskóla hefðu um framtíðarborgina og teikna myndir sem hægt væri að nota í kynningarefni um verkefnið. Í stuttu máli eru hugmyndir þeirra talsvert á skjön við það sem fullorðna fólkinu finnst oft, en borgarlína (í ýmsum myndum) á alveg upp á pallborðið hjá þeim. Neðanjarðar lestarkerfi var t.d. mjög skemmtileg hugmynd, sem byggði á því að ef að farartækin væri neðanjarðar þá væru krakkarnir óhulltir á yfirborðinu. Einnig var skemmtileg hugmyndin um vélmennin sem sæju um að þrífa borgina en hefðu líka það hlutverk að hjálpa ferðamönnum að rata um borgina. 

Myndbandið er að finna hér

 

 

 

Prenta | Netfang