Laugardagurinn 19. janúar 2019

Þorradagur 2018, myndir

Nemendur og starfsfólk Hólabrekkuskóla héldu upp á bóndadaginn og fögnuðu þorra í dag með samstöðu á sal. Dagskráin hófst með fróðlegri yfirferð yfir þjóðlega siði á þorra og síðan var fjöldasöngur þar sem Þorraþrællinn var að sjálfsögðu sunginn. Næst kepptu fulltrúar allra bekkja í árlegri skutlukeppni, en sigurvegari í ár var Svavar í  bekk 82. Þá var keppt í einum elsta íslenska leiknum sem þekktur er, sem fólst í því að snúa löngu priki í kringum líkamann. Íris í bekk 81 sýndi mesta fimi og sigraði í leiknum.  Jóhanna á skólabókasafninu sagði loks frá niðurstöðu jólagetraunar, þar sem nemendur máttu giska á fjölda bóka á jólatré.  Heiða Diljá í bekk 72 var aðeins einni bók frá réttri tölu og hlaut því viðurkenningu. Óskum öllum bændum til hamingju með daginn.

26805007 10215577596731529 5537380790360339984 n
Myndir frá þorradegi 2018, sjá hér

Prenta | Netfang