Laugardagurinn 19. janúar 2019

Kanntu brauð að baka

IMG 6478
Nemendur 1. bekkjar í matreiðslu heimsóttu skrifstofu skólans og sungu saman „Kanntu brauð að baka (höf: óþekktur)“  undir góðri stjórn kennara síns.

Lagið allt, smellu á lesa meira

Kanntu brauð að baka?
Kanntu brauð að baka?
Já, það kann ég. 
Svo úr því verði kaka? 
Já, það kann ég. 
Ertu alveg viss um? 
Já, það er ég. 
Eða ertu ef til vill að gabba mig? 
 
Kanntu ber að tína? 
Já, það kann ég. 
Stoppa í sokka mína? 
Já það kann ég. 
Ertu alveg viss um? 
Já, það er ég. 
Eða ertu ef til vill að gabba mig?
 
Kanntu mat að sjóða? 
Já, það kann ég. 
Og gestum heim að bjóða? 
Já, það kann ég. 
Ertu alveg viss um? 
Já, það er ég. 
Eða ertu ef til vill að gabba mig? 
 
Kanntu að sjóða fiskinn? 
Já, það kann ég. 
Fær’ann upp á diskinn? 
Já, það kann ég. 
Ertu alveg viss um? 
Já, það er ég. 
Eða ertu ef til vill að gabba mig?

Höfundur: Óþekktur

 

Prenta | Netfang