Miðvikudagurinn 20. júní 2018

Námskeið fyrir foreldra 1. bekkinga, seinni hluti

1 b kynning 2017
Kæru foreldrar/forráðamenn,

Miðvikudaginn 13. september verður seinni námskeiðsdagurinn fyrir foreldra barna í
1. bekk. Við hittumst í hátíðarsal Hólabrekkuskóla klukkan 18:00. Viðfangsefnið verður
náms- og kennsluskipulag vetrarins ásamt kynningu á foreldrafélaginu og skólaráði. Skólinn býður
ykkur til kvöldverðar og dagskrá lýkur kl. 20:00.

Dagskrá kl. 18:00-20:00

Það er leikur að læra

. Lífið í skólanum
. Stærðfræðinám barna í 1. bekk
. Byrjendalæsi

Foreldrafélag og skólaráð Hólabrekkuskóla

Kvöldverður í boði skólans

Náms- og kennslukynning á námssvæðum nemenda
. Náms- og kennslukynning
. Létt spjall foreldra

Það er mjög mikilvægt að foreldrar barna í 1. bekk mæti á námskeiðskvöldið þrátt fyrir að
eiga önnur og eldri börn í skólanum þar sem þetta er ekki síður vettvangur fyrir þá að hitta
aðra foreldra og kynnast þeim.

Athugið að börnin eiga ekki að koma með á námskeiðskvöldið.

Sjá meðfylgjandi bréf.

Prenta | Netfang