Miðvikudagurinn 20. júní 2018

Grunnskólamót Reykjavíkur í frjálsum 2017, 2. sæti

21231322 10212103509414292 1287615414552400326 n
Grunnskólamót Reykjavíkur í frjálsum fyrir nemendur í  6. - 9. bekk var haldið dagana 1. - 5. september síðastliðinn. Keppnisgreinar voru 60m hlaup, langstökk, kúluvarp, 600 m hlaup og boðhlaup. Nemendur í 7. bekk í grunnskólum Reykjavíkavíkur fjölmenntu í Laugardalshöllina kl. 16:00 mánudaginn 4. september og stóðu þeir allir sig með sóma. Nemendur okkar í 7. bekk þau: Daníel Ástþór, Birgir Máni, Kristófer Leví, Magnús, Pétur, Medin, Steinunn, Hafdís og Bryndís lentu í 2. sæti fyrir 7. bekk Hólabrekkuskóla með 188 stig. Við óskum þeim innilega til hamingju með góðan árangur.

Prenta | Netfang