Miðvikudagurinn 20. júní 2018

Aðalfundur foreldrafélags Hólabrekkuskóla 2017

Aðalfundur foreldrafélags Hólabrekkuskóla verður haldinn miðvikudaginn 20. september nk. kl. 19 í sal skólans. Við byrjum á því að fá okkur súpu í boði skólans og eftir það hefjast hefðbundin aðalfundarstörf:
Skráning fer fram hér: en síðasti skráningardagur er mánudagurinn 18. september.

* Skýrsla formanns
* Ársreikningur kynntur
* Kosið í stjórn félagsins
* Önnur mál

Að loknum aðalfundi mun Ebba Guðný (pureebba.com) fræða okkur um heilsu og hollustu. Ebba Guðný segir okkur hvernig við getum á auðveldan hátt gert eitt og annað til að bæta heilsu okkar og ástvina. Hún lumar á fullt af hagnýtum ráðum og fróðleik, sem nýtist vel ungum sem öldnum.

Ef þið fáið ekki pössun er það ekkert mál, við munum bjóða upp á afþreyingu fyrir börn í dansstofunni við hlið salarins.

Vinsamlegast skráið ykkur á fundinn og í hvaða árgangi barnið/börnin ykkar eru. Ef þið komið með barn/börn með ykkur skráið fjölda þeirra. Þetta er gert svo hægt sé að áætla matinn.

Skráning fer fram hér: en síðasti skráningardagur er mánudagurinn 18. september.

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í stjórn foreldrafélagsins eru beðnir um að senda póst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Við vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Kveðja,
stjórnin

Prenta | Netfang