Miðvikudagurinn 20. júní 2018

Hólabrekkuskóli fær nýjan Erasmus+ styrk

Í dag var skrifað undir samning við Rannís vegna nýs Erasmus+ styrks. Að þessu sinni eru samstarfsþjóðirnar sex. Það eru Holland, Spánn, Grikkland, Finnland, Ítalía og Tékkland.

Við byrjum á kennarafundi í Hollandi, förum með nokkra nemendur til Ítalíu á nýju ári og tökum á móti nemendum og kennurum í vor. Ferðirnar til Spánar, Ítalíu, Grikklands og Tékklands eru svo allt ferðir með nemendum og kennurum og í Finnlandi verður kennarafundur í lokin eða í september 2019. Verkefnið stendur yfir í tvö ár. Við vonum að nemendur í unglingadeild og foreldrar þeirra taki vel í þetta verkefni og taki þátt í þessu með okkur. Kennarahópurinn sem mun sjá um þetta fyrir skólann mun funda á næstunni og í framhaldi af því geta nemendur óskað eftir að taka þátt í verkefninu. Allir sem sækja um fara í viðtal til kennaranna þar sem farið er yfir óskir nemenda og hvaða kröfur eru gerðar til þeirra sem taka þátt.

Þema verkefnisins eru vísindi og listir og heitir það á ensku SMART - Science meets art. Við höfum óskað eftir samstarfi við Biophiliu verkefni borgarinnar og Vísindasmiðju Háskóla Íslands enda tengjast bæði þessu þema. Báðir aðilar hafa tekið vel í samstarf við okkur og því erum við mjög spennt fyrir komandi mánuðum. 

 Verkefnastjóri er Anna María Þorkelsdóttir

21167453 10213443396737089 743474833912044486 o

Prenta | Netfang