Laugardagurinn 19. janúar 2019

Veikindatilkynningar

mentor

Við viljum minna á að nú hefur verið opnað fyrir þann möguleika að foreldrar geti sjálfir skráð veikindi barna sinna í heilum dögum í gegnum heimasvæði á Mentor.is. Einnig er áfram hægt að tilkynna um fjarvistir og veikindi í síma 411-7550. Tilkynna þarf nemandann daglega þegar um veikindi er að ræða. Skólinn vill vinsamlegast biðja ykkur um að hafið börn heima þar til þið treystið þeim út í frímínútur (þetta á við um nemendur í 1. – 7. bekk), því nemendur fá ekki að vera inni í frímínútum nema í undantekningartilfellum. Skólinn hefur einfaldlega ekki mannskap til að sinna þeirri gæslu.

Prenta | Netfang