Laugardagurinn 19. janúar 2019

Uppeldi til ábyrgðar

uppelditilabyrgdar
Uppeldi til ábyrgðar

Þarfirnar mínar, smelltu hér. Foreldrakynning, smelltu hér.


Í Hólabrekkuskóla er unnið eftir uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar en helsta markmið hennar er að aðstoða börnin við að byggja upp sjálfsaga. Við kennum þeim jákvæð samskipti, að þau þurfi að taka ábyrgð á eigin hegðun og að það er í lagi að gera mistök í samskiptum ef við viðurkennum þau og lærum af þeim. Einnig kennum við börnunum að þekkja sína eigin styrkleika og hvernig er hægt að nýta þá sem best bæði í námi og hegðun.

Í vetur höfum við unnið ýmis verkefni í tengslum við Uppeldi til ábyrgðar. Í fyrstu gerðu allir bekkir bekkjarsáttmála og út frá honum bekkjarreglur. Við höfum lært um okkar hlutverk og núna eru þarfirnar okkar á dagskrá í öllum bekkjum.
Á glærunum sem fylgja með má sjá annars vegar fræðast almennt um uppeldisstefnuna og hins vegar um þarfirnar okkar.

Aðalheiður Lilja og Katrín Tinna
verkefnastjórar

Prenta | Netfang