Laugardagurinn 19. janúar 2019

Skólasöngur Hólabrekkuskóla

Breidholtsdagur_umhverfisv2
smelltu á mynd til að hlusta á Breiðholtslagið (lag 1)
Hólabrekkuskóli kynnir með stolti(sjá frétt á vef Reykjavíkurborgar),frumflutning Breiðholtslagsins, sem nemendur í tónlistarvali flytja og syngja, höfundur lags er tónmenntakennari skólans, höfundur texta er starfsmaður skólans, einnig hægt að spila lagið hér: Skólasöngur Hólabrekkuskóla (lag 2).

{mp3}holabrekkuskoli{/mp3}

Texti lags:

Skólasöngur Hólabrekkuskóla

Ef þú ert þungur, þreyttur og þjakaður,
ef hrjáir þig hungur, af hörmungum sár.
Af letinni lamaður, af lífinu markaður,
er eitt, sem lagar allt þá.

Farðu í Breiðholtið, farðu þangað í dag.
Beint í Breiðholtið, í Hólabrekkuskóla í dag.

Þar eru krakkar, kátir og fjörugir,
kennarar aldrei, neitt önugir.
Unglingar allir, ávallt góðir,
og íbúarnir allra bestir þar.

Farðu í Breiðholtið, farðu þangað í dag.
Beint í Breiðholtið, í Hólabrekkuskóla í dag.

Breiðholtsdagur, bjartur og sérstakur,
í huga okkar fagur, alveg einstakur.
Við höfum nú gaman, syngjum hér saman,
skólasönginn okkar í dag.

Farðu í Breiðholtið, farðu þangað í dag.
Beint í Breiðholtið, í Hólabrekkuskóla í dag.


Lag og texti:
Lag: Marinó Björnsson/Texti: Guðmundur Marísson

Prenta | Netfang