Laugardagurinn 19. janúar 2019

Samstarf við leikskóla

Fulltrúar frá Hólabrekkuskóla og leikskólunum koma saman einu sinni á ári og koma sér saman um hvernig samstarfinu skuli háttað það skólaárið.

Fyrir og eftir áramót er börnum úr elstu deildum leikskólana boðið á sal í Hólabrekkuskóla þegar að 1. bekkir eru þar með skemmtun. Leikskólabörnunum er svo boðið í skoðunarferð um Hólabrekkuskóla og einnig heimsækja þau íþróttahúsið þegar börnin í 1. bekk eru í íþróttum. Börnunum er boðið í heimsókn í kennslustund hjá kennurum 1. bekkjar en þá fá þau smá innsýn í hvernig þeirra nám kemur til með að fara fram. Að vori er svo leikskólabörnunum ásamt foreldrum boðið í skólann og fá börnin þá að sitja 2 hefðbundnar kennslustundir með kennara og fara út í frímínútur á meðan foreldrarnir eru á námskeiði í hátíðarsal skólans. Annað slíkt námskeið er síðan haldið fyrir foreldrana að hausti þegar börnin eru byrjuð í 1. bekk.Nemendur í 1. bekk Hólabrekkuskóla fá síðan að fara í tvær heimsóknir út í leikskólana, fyrri er inniheimsókn en sú síðari útiheimsókn.
Að vori sitja svo saman á svokölluðum skilafundi fulltrúar frá Hólabrekkuskóla og fulltrúar frá hverjum leikskóla fyrir sig og fara yfir stöðu hvers og eins barns sem kemur til með að verða nemandi í Hólabrekkuskóla komandi skólaár.
Aðalheiður Lilja Hlynsdóttir,
verkefnastjóri

Prenta | Netfang