Laugardagurinn 19. janúar 2019

Umferðaröryggi

Umferð í nágrenni skólans skólans er mikil. Brýnum fyrir börnunum að fara gætilega í umferðinni. Sjáum til þess að þau beri endurskinsmerki.

Einn starfsmanna skólans sinnir gangbrautarvörslu á þeim tímum sem vænta má að flestir nemendur skólans séu á leið til og frá skóla. Forráðamennsem fylgja börnum sínumeru beðnir um að vera þeim góð fyrirmynd með því að ganga á gangstéttum og gangbrautum.

Það er öryggisatriði að foreldrar/forráðamenn hleypi ekki börnum sínum út við Suðurhóla, hvorki við gangbraut né annars staðar þegar þeim er ekið í skólann á morgnana.


Vinsamlegast notið bílastæði beggjavegna götunnar.

- allt fyrir öryggið!

Prenta | Netfang