Laugardagurinn 19. janúar 2019

Reglur um strætómiða

Reglur

um afhendingu farmiða, með strætisvögnum Reykjavíkur, til nemenda í grunnskólum borgarinnar

1.
gr.

Nemendur sem sækja skóla í sínu hverfi fá ekki ókeypis farmiða nema vegalengdin frá heimili að skóla sé a.m.k. 1,5 km. Afhenda skal ókeypis farmiða þeim nemendum sem samkvæmt fyrirmælum frá Fræðslumiðstöð (nú Skóla- og frístundasvið) sækja skóla utan hverfis og skulu viðmiðunarmörk vera hin sömu.

2.
gr.

Nemendur sem að eigin ósk sækja skóla utan síns hverfis fá ekki ókeypis farmiða. Þó er heimilt að afhenda þeim nemendum, sem flust hafa milli skólahverfa, en óska eftir að sækja sinn fyrri skóla út yfirstandandi skólaár, ókeypis farmiða að hálfu.

3.
gr.

Þurfi nemendur að sækja lögboðna kennslu utan skólahverfis skal afhenda þeim ókeypis farmiða ef vegalengdin er a.m.k. 1,5 km, enda sé þar ekki um reglubundinn skólaakstur að ræða.

4.
gr.

Skólastjóri hvers skóla ber ábyrgð á afhendingu farmiða. Hann skal sjá til þess að nafnalisti um afhendinguna berist til Fræðslumiðstöðvar (nú Skóla- og frístundasvið) með hverjum reikningi frá Strætó bs.

Okt. 2002

Prenta | Netfang