Laugardagurinn 19. janúar 2019

Íþróttahús og sundlaug

Sund- og íþróttakennsla fer fram í sundlaug Breiðholts og íþróttahúsinu Austurbergi. Sími í sundlaug 557-5547, fax: 587-4459 og sími í íþróttahúsi 567-0781 og 567-0966.

Sundkennari er Ómar Samir, netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Íþróttakennarar eru Óli H. Sigurjónsson, netfang:This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
og kristján Dúi Sæmundsson, netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Reglur í sundlaug

Reglur í sundlaug

Þegar mætt er í tíma:

v Skal hafa meðferðis sundskýlu eða sundbol og handklæði.
v Skór settir í þar til gerðar skóhillur.
v Nemendur geta valið um að nota körfur eða læsta skápa fyrir fötin sín og önnur verðmæti s.s. síma.
v Handklæði geymd í þurrkherbergi í þar til gerðum hólfum.
v Farið skal í sturtu og nemendur þvo sér með sápu áður en farið er í sundfötin.
v Ekki er farið úr sturtuklefa nema í fylgd með kennara.
v Þegar komið er í sundlaug merkir kennari við hverjir eru mættir og vinna hefst.
v Ef vinnufriður ríkir og nemendur eru duglegir að hlusta og framkvæma fyrirmæli og ganga snyrtilega frá eftir sig er gefinn 1+.
v Þegar 4+ hefur verið safnað er umbun veitt. Er það með ýmsu móti s.s. leiktíma, heitur pottur, spila bolta í innilaug, rennibrautir.
v Þegar tíma lýkur fara nemendur í sturtu, þurrka og klæða sig og beinustu leið í skólann. Ef skóla er lokið fara þeir sem eru í Álfheimum beint þangað en hinir heim.

Vegna öryggisatriðis!
Nemendur fara ekki undir nokkrum kringumstæðum út í sundlaug eftir að kennari hefur sent hópinn upp úr sundlauginni.

v Auðvitað göngum við öll snyrtilega um og erum ekki með óþarfa hávaða í búnings og sturtuklefa.
v Munum að ef við viljum að aðrir séu kurteisir við okkur verðum við að vera kurteis við aðra.
v Veikindi og leyfi skal tilkynna samdægurs á skrifstofu skólans í síma 411-7550.

Prenta | Netfang