Laugardagurinn 19. janúar 2019

Hraunheimar frístund

Á veturnar eru frístundarheimilin opin eftir að skóladag lýkur til kl 17:15 alla virka daga. Skráning fer fram á rafrænni Reykjavík. Á starfsdögum, foreldradögum og í jóla- og páskafríum eru frístundarheimilin opin frá kl 08:00 nema annað sé tekið fram. Óskað er sérstaklega eftir skráningu á þessum dögum og þarf að greiða aukalega fyrir dvölina fyrir hádegi á þessum dögum (sjá nánar um Heila daga).

Hraunheimar eru í eigin húsnæði að Hraunbergi 12. Við erummeð gott útileiksvæði og er stutt í Elliðaárdalinn. Hjá okkur er eingöngu 3. og 4. bekkur úr Fellaskóla og Hólabrekkuskóla.

Við munum leggja okkur fram við að bjóða upp á fjölbreytt, fræðandi og skemmtileg viðfangsefni. Börnin hafa hefðbundið val um klúbba og smiðjur. Við höfum unnið með barnalýðræði og virkjað þennan hóp sérstaklega til ákvarðanatöku um viðfangsefni og skemmtun. Dagskrá og matseðill er unnin í samvinnu við börnin á barnalýðræðisfundum einu sinni í mánuði.

Mikilvægt er að foreldrar láti vita þegar barnið er sótt og það sé skráð út. Við viljum benda foreldrum á að mikið álag er á símum frístundarheimilisins seinni partinn og oft erfitt að ná sambandi, þess vegna er betra að hafa samband fyrir hádegi ef eitthvað er eða senda sms ef barn á að ganga heim á öðrum tímum en venjulega

Kær kveðja

Árbjörg Ólafsdóttir

Sími: 571 4333/695 5064

Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Viðtalstímar eftir samkomulagi.

Prenta | Netfang