Laugardagurinn 19. janúar 2019

Frístundakortið

imagesCAZRFAFM
Frístundakort – styrkjakerfi í frístundastarfi fyrir 6-18 ára börn og unglinga með lögheimili í Reykjavík.

Markmið og tilgangur Frístundakortsins er að öll börn og unglingar í Reykjavík 6-18 ára geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Frístundakortinu er ætlað að auka jöfnuð í samfélaginu og fjölbreytileika í iðkun íþrótta-, lista- og tómstundastarfsemi.

Meginskilyrði félaga sem gerast aðilar að Frístundakortinu er að starfsemin sé á forsendum uppeldislegar gilda og forvarna í víðum skilningi og aðstarfsemin fari fram undir leiðsögn starfsmanna og leiðbeinanda sem eru hæfir til að starfa með börnum og unglingum. Styrkhæf starfsemi þarf að vera við lýði í 10 vikur samfellt hið minnsta.

Styrkurinn er kr. 25.000 á barn á ári en ekki er um beingreiðslur til forráðamanna að ræða, heldur hafa þeir rétt til að ráðstafa tilgreindri upphæð í nafni barns síns til niðurgreiðslu á þátttöku- og æfingagjöldum.

Innheimta aðildarfélaga er með ýmsum hætti og er mikilvægt að forráðamenn kynni sér hvernig innheimtu er háttað hjá aðildarfélagi síns barns. Félögum er heimilt að ákveða sjálf lokadag ráðstöfunar á hverri önn svo hægt sé að ganga frá innheimtu eftirstöðva séu þær einhverjar.
Ekki er heimilt að flytja styrkinn á milli ára.

Frekari upplýsingar um kortið s.s. reglur og skilyrði, umsóknir félaga og leiðbeiningar fyrir félög og forráðamenn má finna hér til hægri á síðunni.

 

Varðar börn, foreldra og unglinga.


Ferill umsóknar/þjónustu

Eingöngu forráðamenn með sama lögheimili og barnið geta ráðstafað styrknum og fer ráðstöfun fram í Rafrænni Reykjavík. Skráðu þig á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is, farðu inn á RAFRÆN REYKJAVÍK og í INNSKRÁ. Sértu að fara inn í fyrsta skipti skaltu fara í NÝSKRÁ. Lykilorð mun berast í heimabanka samdægurs og einnig er hægt að velja um að fá það sent í pósti. Eftir innskráningu smellir þú á flipann FRÍSTUNDAKORT. Veldu RÁÐSTAFA STYRK. Veldu nafn barns, sem ráðstafa á fyrir, úr fellilista. Sé félagið búið að skrá barnið inn í Rafræna Reykjavík á nafn námskeiðs og heildarverð að birtast. Skrifaðu upphæð ráðstöfunarstyrks í kassa fyrir aftan námskeiðið og smelltu á ÁFRAM. Lestu yfir hvort allt hafi verið slegið rétt inn. Séu upplýsingarnar réttar smelltu á STAÐFESTA. Ráðstöfunarupphæð birtist félagi um leið og búið er að ráðstafa. Ekki er hægt að ráðstafa hærri upphæð til félags en námskeiðið kostar. Ef upphæð námskeiðs er hærri en ráðstöfunin er mismunur greiddur til félagsins. Heimilt er að nýta styrkinn til niðurgreiðslu fleiri en einnar greinar en þó ekki fleiri en þriggja á hverri önn. Annirnar eru vorönn 1. janúar - 31. maí, sumarönn 1. júní - 31. ágúst og haustönn sem er 1. september - 31. desember. Öll skráning og umsýsla Frístundakortsins fer fram með rafrænum hætti á Rafræn Reykjavík.

Til að hægt sé að ráðstafa styrknum þarf að vera búið að skrá barn í starf hjá félagi sem er aðili að Frístundakortinu og félagið að vera búið að skrá nafn þess og námskeið í Rafrænu Reykjavík.

Eftirstöðvar af styrknum, ef einhverjar eru, flytjast sjálfkrafa á milli tímabila en EKKI ER HEIMILT AÐ FLYTJA EFTIRSTÖÐVAR Á MILLI ÁRA.


Hvað kostar þjónustan

Kostar ekkert – styrkurinn erað upphæð kr. 25.000 á ári. Ekki þarf að sækja um hann en hann er til ráðstöfunar í Rafrænni Reykjavík undir kennitölu forráðamanns með sama lögheimili og barnið.


Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Kvartanir berist á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

sme

Prenta | Netfang