Laugardagurinn 19. janúar 2019

Forfallatilkynningar

Leyfi og forföll nemenda

Allar fjarvistir og öll veikindi skulu foreldrar/forráðamenn tilkynna strax að morgni í síma 411-7550.

Tilkynna þarf nemandann daglega þegar um veikindi er að ræða. Þurfi nemandi að vera fjarverandi í tvo daga eða lengur af öðrum ástæðum en vegna veikinda, skulu forráðamenn sækja um leyfi skriflega og fá samþykki umsjónarkennara og skólastjórnanda. Eyðublöð fást á skrifstofu og heimasíðu á skólans. Öll röskun á námi nemenda sem hlýst af fjarveru hans er á ábyrgð forráðamanna.

Sé nemandi ítrekað frá kennslu vegna veikinda, þó um skamman tíma sé að ræða hverju sinni, getur skólinn krafist læknisvottorðs. Einnig getur skólinn farið fram á að fá læknisvottorð sé nemandi veikur lengur en 5 daga samfellt.

Eyðublöð

Beiðni um leyfi 3 - 5 dagar

Beiðni um leyfi vika eða meira

 

Prenta | Netfang