Skip to content

Nemendaverndarráð Hólabrekkuskóla starfar samkvæmt reglugerð um nemendaverndarráð nr. 584/2010. Nemendaverndarráð skipa skólastjórnendur, náms- og starfsráðgjafi, skólahjúkrunarfræðingur, sálfræðingur skólans, félagsráðgjafi og kennsluráðgjafi frá Þjónustumiðstöð Breiðholts. Ráðið fundar aðra hvora viku. Nemendaverndarráð fjallar um málefni einstakra nemenda og nemendahópa. Starfsfólk skóla, foreldrar, nemendur og fulltrúar sérfræðiþjónustu skólans geta óskað eftir að mál einstakra nemenda eða nemendahópa verði tekin fyrir í ráðinu.
Hlutverk ráðsins er að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur varðandi skólaheilsugæslu, náms- og starfsráðgjöf og sérfræðiþjónustu og vera skólastjóra til aðstoðar varðandi framkvæmd áætlana um sérstaka aðstoð við nemendur. Samstarfið getur verið bæði vegna einstakra nemenda og forvarnarstarfs.