Náms- og starfsráðgjöf í Hólabrekkuskóla
Náms- og starfsráðgjafi styður við nemendur og liðsinnir þeim í málum er snerta nám þeirra, skólavist, framhaldsnám og starfsval. Náms- og starfsráðgjafi er í nemendaverndarráði og situr teymisfundi vegna einstakra nemenda sé þess óskað. Náms- og starfsráðgjafi er bundinn trúnaði varðandi málefni nemenda sem til hans leita.
Helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa eru:
· Að veita ráðgjöf um náms- og starfsval nemenda.
· Náms- og starfsfræðsla fyrir nemendur
· Efla vitund einstaklinga um viðhorf sín, áhuga og hæfileika þannig að þeir fái betur notið sín í námi og starfi.
· Að leiðbeina nemendum um skipulögð vinnubrögð í námi
· Að veita persónulega ráðgjöf, bæði í formi einstaklings- og hópráðgjafar sem vinna að einstökum verkefnum t.d. námstækni, prófkvíða, prófundirbúnings og ýmis önnur mál sem kunna að koma upp eins og samskiptamál af ýmsu tagi.
Nemendur og foreldrar/forráðamenn eru velkomin að leita til náms- og starfsráðgjafa og fengið viðtöl eftir samkomulagi. Náms- og starfsráðgjafi skólans er Íris Hrund Hauksdóttir, netfang: iris.hrund.hauksdottir@rvkskolar.is