Skip to content

Skólaheilsugæsla

Heilsugæsla 

Heilsugæsla Hólabrekkuskóla heyrir undir Heilsugæsluna í Efra Breiðholti. Kynning hér.

Hjúkrunarfræðingar með aðstöðu í Hólabrekkuskóla eru starfsmenn Heilsugæslustöðvarinnar í Gerðubergi.

Heilsugæsla skólabarna er markvisst framhald af ung- og smábarnavernd og á að efla heilbrigði barns og stuðla að vellíðan þess í samvinnu við foreldra.

Tekið skal fram að farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og að skýrslurnar eru geymdar í læstum skjalaskápum.

Skólahjúkrunarfræðingur er Kristín Auður Halldórsdóttir.

Viðverutími skólahjúkrunarfræðings er mánudaga og fimmtudaga kl. 08:00 – 16:00 og miðvikudaga og föstudaga kl. 8:00 – 12:00.

Netfang: holabrekkuskoli@heilsugaeslan.is

Nánari upplýsingar um skólaheilsugæslu er að finna hér.

Hlutverk og verkefni skólaheilsugæslu

Skólaheilsugæslan er hluti af heilsugæslu hverfisins og hlutverk hennar er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra.

Skipulag og þjónusta við nemendur

Starfsemi skólaheilsugæslu er þríþætt:

    • bólusetningar og skimanir (um 20% starfseminnar)
    • einstaklingsþjónusta (um 40% starfseminnar)
    • heilbrigðisfræðsla (um 40% starfseminnar)

Tannfræðsla og tannvernd/flúorskolun

Skólaheilsugæsla sinnir skipulagðri fræðslu um tannheilsu og tannvernd í 1., 4. og 7. bekk.

Samningur milli Tannlæknafélags Íslands og Sjúkratrygginga tryggir börnum undir 18 ára aldri gjaldfrjálsar tannlækningar fyrir utan 2500 kr. árlegt komugjald.

Forsenda greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga er að barnið hafi skráðan heimilistannlækni. Foreldrar bera ábyrgð á skráningunni í Réttindagátt Sjúkratrygginga. Skólahjúkrunarfræðingur fylgist með skráningu heimilistannlækna, upplýsir foreldra um gjaldfrjálsar tannlækningar og hvetur foreldra til að skrá heimilistannlækni.

Nánari upplýsingar má finna á vef Sjúkratrygginga Íslands, sjukra.is.

Óhöpp og slys á skólatíma

Veitt er fyrsta hjálp í skólanum og minniháttar meiðslum er sinnt af skólahjúkrunarfræðingi/skólastarfsmönnum. Sjúkrakassar eru á öllum svæðum skólans. Oftast er haft samband við foreldra, alltaf við alvarleg slys, og þeir beðnir að sækja barnið og fara með það á heilsugæslustöð/slysamóttöku. Mikilvægt er að skólinn hafi öll símanúmer svo hægt sé að ná í foreldra/forráðamenn á skólatíma. Náist ekki í foreldra/forráðamenn sér skólahjúkrunarfræðingur og/eða starfsmenn skólans um að koma nemandanum í réttar hendur.