Skip to content

Nemendafélag

Nemendafélag Hólabrekkuskóla

Almennar upplýsingar

Reglur um nemendafélag

Nemendafélagið

Kynning, lög og starfsreglur

Við grunnskóla skal starfa nemendafélag og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess.

Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Nemendafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð skv. 2. mgr. 8. gr.
Viðburðir og hefðir í félagsstarfi.
Samhliða hinu almenna námi í Hólabrekkuskóla hefur verið öflugt félags- og tómstundastarf meðal nemenda.

Markmið með félagsstarfinu er:

  • að stuðla að auknum félagsþroska nemenda.
  • að nemendur öðlist skilning á starfi og uppbyggingu félaga.
  • að auka skilning nemenda á að þarfir hópsins ganga fyrir þörfum ákveðinna einstaklinga.
  • að undirbúa nemendur undir þau verkefni sem bíða þeirra í þjóðfélaginu.
  • að stuðla að betra og fjölbreyttara skólastarfi.

Félagsstarf yngri nemenda skólans byggist að mestu leyti á bekkjarkvöldum sem foreldrar annast og böllum fyrir 6. og 7. bekk. Hjá nemendum í 8. – 10. bekk er starfinu öðruvísi háttað. Á hverju hausti er valið í stjórn nemendafélags sem skipað er fulltrúum úr 9. og 10. bekk en að auki eru kosnir bekkjarfulltrúar úr hverjum bekk í 8. – 10. bekk. Þessir bekkjarfulltrúar sjá til þess að skapa stemningu fyrir böllin sem og skemmtiatriði. Hver árgangur á umsjón með balli einu sinni til tvisvar á önn og felst sú umsjón í því að skapa stemningu, halda utan um skemmtiatriði og þrífa eftir böllin. Umsjónarkennarar félagsstarfs velja 3ja manna stjórn auk formanns árshátíðarnefndar.

Ýmsar nefndir eru starfandi og má m.a. nefna:

  • Árshátíðarnefnd/Árshátíð unglinga í 8. – 10. bekk
  • Dj-ráð
  • Nemendafélag
  • Íþróttanefnd
  • Sjoppuráð
  • o.fl

Stjórn félagsins, skólaárið  2022-2023

Tinna Rögn Óladóttir, formaður, 10. bekk
Justina Kiskeviciute, varaformaður, 10. bekk

Fréttir úr starfi

Skoða fréttir