Frístundastarf
Frístundaheimilið Alfheimar
Vefbæklingur, sjá hér
Álfheimar er frístundaheimili fyrir börn úr 1.-2. bekk í Hólabrekkuskóla og er rekið af frístundamiðstöðinni Miðbergi. Forstöðumaður er Berglind Ósk Guðmundsdóttir. Aðstoðamaður forstöðumans er Tanja Ósk Bjarnadóttir.
Í Álfheimum er opið alla daga frá kl .13:40 og til kl. 17:00. Á starfsdögum skóla, foreldraviðtalsdögum og í jóla og páskaleyfi er opið allan daginn í Álfheimum frá kl. 08:00 – 17:00 að undangenginni skráningu. Greitt er sérstaklega fyrir lengda viðveru á þessum dögum.
Álfheimar er lokað í vetrarleyfi skólans.
Frístundaheimilið Álfheimar er starfrækt í Hólabrekkuskóla. Við höfum haft aðgang að matsali, tölvuveri og bókasafni skólans.
Börnin mæta í Álfheima kl. 13:40.
Alla daga er útivera fyrir 1.- 2. bekk.
Fastir liðir eru klúbba- og smiðjustarf svo sem litað og föndrað í listasmiðjunni, perlað og hinu ýmsu hlutir bygðir úr legó og kapplakubbum. Einnig fylgjum við börnum sem stunda íþróttir hjá ÍR daglega í rútu sem keyrir þau á æfingar.
Klúbba- og smiðjustarf er í boði eftir útiveru, eða á milli klukkan 15 og 16 – 16.30. Þá er einnig í boði að fara í val. Meðal þess sem hefur verið í boði má nefna njósnaraklúbb, slökunarklúbb, samflot, útivistarklúbb, tilraunaklúbb, bakstursklúbb, spilaklúbb, margvíslegar listasmiðjur og föndur og margt fleira. Auk þess voru starfræktir sérstakir klúbbar í tengslum við hæfileikakeppni, leiklistarsíningu frístundaheimilanna
Facebook grúppa foreldra https://www.facebook.com/groups/725186787920911/
Heimasíða https://midberg.is/fristundaheimili-6-9-ara/alfheimar/um-alfheima/
Tölvupóstur: Alfheimar@rvkfri.is
Frístundaheimilið Hraunheimar
Frístundaheimilið Hraunheimar er safnfrístund fyrir börn úr 3-4. bekk í Fellaskóla og Hólabrekkuskóla og er rekið af frístundamiðstöðinni Miðbergi. Forstöðumaður er Árbjörg Ólafsdóttir. Aðstoðarforstöðumaður er Jónína Kristín Þorvaldsdóttir.
Í Hraunheimum er opið alla daga frá kl .13:40 og til kl. 17:00. Á starfsdögum skóla, foreldraviðtalsdögum og í jóla og páskaleyfi er opið allan daginn í Hraunheimum frá kl. 08:00 – 17:00 að undangenginni skráningu. Greitt er sérstaklega fyrir lengda viðveru á þessum dögum.
Hraunheimar eru lokaðir í vetrarleyfi skólans.
Frístundaheimilið Hraunheimar eru starfræktir í Hraunbergi 12.
Börnin eru sótt af starfsmönnum Hraunheimar í Fellaskóla og Hólabrekkuskóla kl. 13:40.
Alla daga er útivera fyrir 3- 4. bekk.
Fastir liðir eru íþróttasalur, sund, útinám, ævintýraferðir, klúbba- og smiðjustarf.
Klúbba- og smiðjustarf er í boði eftir útiveru, eða á milli klukkan 15 og 16. Þá er einnig í boði að fara í val. Meðal þess sem hefur verið í boði má nefna útivistarklúbb, skákklúbb, hekluklúbb, bakstursklúbb, spilaklúbb, margvíslegar listasmiðjur og föndur og margt fleira. Auk þess voru starfræktir sérstakir klúbbar í tengslum við hæfileikakeppni, leiklistar- og kvikmyndahátíðir frístundaheimilanna.
Daglega bjóðum við upp á ávexti og grænmeti frá 15.30 til 16.00. Við leggjum mikið upp úr fjölbreytilegu úrvali og höfum meðal annars haft epli, banana, appelsínur, melónur, perur, vínber, ananas, paprikur, gulrætur, gúrkur og fleira.
Boðið er upp á síðdegishressingu frá því að börnin mæta og til kl. ca. 14.20.
Reynt er að leggja áherslu á gæði hráefnis og hollustu þegar kemur að síðdegishressingunni. Stuðst er við markmið Lýðheilsustöðvar um hollustu á frístundaheimilum við gerð matseðils. Í matsalnum er vatnsvél og einnig geta börnin fengið sér léttmjólk alla daga.
Dæmi um matseðil er: Mánudagur – AB-léttmjólk með ávöxtum, musli og hnetum, þriðjudagur – Trefjaríkt brauð og álegg (egg, kotasæla, grænmeti og kjúklingaálegg), miðvikudagur – Grófar pítur með grænmeti og kjúklingaskinku, fimmtudagur – Ávaxta- og grænmetishlaðborð, föstudagur – Hreint skyr og frosnir ávextir.
Við hvetjum börnin til að vera sjálfstæð í matsalnum, eins og að smyrja sjálf, en við erum ávallt innan handar og aðstoðum börnin eins og þarf.
Heimasiða
https://midberg.is/fristundaheimili-6-9-ara/hraunheimar/um-hraunheima/
Facebooksiða
https://www.facebook.com/groups/2405601852996779/
Vefpóstur, Hraunheimar@rvkfri.is
Frístundamiðstöðin Miðberg
Frístundamiðstöðin Miðberg stendur fyrir fjölbreyttu starfi fyrir börn og ungmenni frá aldrinum 6 – 16 ára. Frístundamiðstöðin Miðberg er byggð á grunni Fellahellis og hefur hún þjónað Breiðholtsbúum frá árinu 1974. Markmið Miðbergs er að veita börnum og ungmennum innihaldsríka þjónustu í frítíma þeirra. Mikið er lagt upp úr því að bjóða upp á fjölbreytt og áhugavert frístundastarf. Uppbygging þjónustu í frítímanum er ein af kröfum nútímans. Þar á að vera vettvangur tómstunda, menntunar, menningar og uppeldis undir handleiðslu hæfra starfsmanna. Frá Miðbergi er stutt í náttúruperluna Elliðaárdalinn og Breiðholtslaugin er hinum megin við götuna.
Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Miðbergs http://midberg.is/midberg/um-midberg/