Laugardagurinn 19. janúar 2019

Félags- og tómstundastarf unglingar

Félags- og Tómstundastarf

Samhliða hinu almenna námi í Hólabrekkuskóla hefur verið mikið félags- og tómstundastarf meðal nemenda.

FÉLAGSSTARF

Markmið

-að stuðla að auknum félagsþroska nemenda.
-að nemendur öðlist skilning á starfi og uppbyggingu félaga.
-að auka skilning nemenda á að þarfir hópsins ganga fyrir þörfum ákveðinna einstaklinga.
-að undirbúa nemendur undir þau verkefni sem bíða þeirra í þjóðfélaginu.
-að stuðla að betra og fjölbreyttara skólastarfi.

Félagsstarf yngri nemenda skólans byggist að mestu leyti á bekkjarkvöldum sem foreldrar annast og böllum fyrir 6. og 7. bekk.

Hjá nemendum í 8. - 10. bekk er starfinu öðruvísi háttað. Á hverju hausti er valið nemendaráð sem skipað er fulltrúum úr 9. og 10. bekk en að auki eru kosnir bekkjarfulltrúar úr hverjum bekk í 8. – 10. bekk. Þessir bekkjarfulltrúar sjá til þess að skapa stemningu fyrir böllin sem og skemmtiatriði. Hver árgangur á umsjón með balli einu sinni til tvisvar á önn og felst sú umsjón í því að skapa stemningu, halda utan um skemmtiatriði og þrífa eftir böllin. Umsjónarkennarar félagsstarfs velja 3ja manna stjórn auk formanns árshátíðarnefndar.

Á haustin og vorin eru haldin félagsmálanámskeið fyrir nemendaráðið og vetrarstarfið framundan skipulagt. Félagsstarfskennarar setja svo fastan fundartíma með nemendaráði aðra hvora viku yfir veturinn og svo tilfallandi kringum atburði.

Ýmsar nefndir eru starfandi og má m.a. nefna:

Nemendaráð
Verslunarráð
Árshátíðarnefnd
Íþróttanefnd
Spurningalið „Nema hvað"
Skrekkur
Dj-ráð

Félagsstarf í samstarfi við Miðberg (opin hús) er að jafnaði einu sinni í viku auk jólagleði og

árshátíðar. Böll eru haldin einu sinni í mánuði og koma nemendaráð og viðkomandi nefndir að undirbúningi þeirra sem og annarra skemmtana. Samstarf við starfsmenn Miðbergs hefur verið til fyrirmyndar.

Sú hefð hefur skapast að árshátíðardagur hefst með íþróttahátíð sem allir nemendur skólans taka þátt í. Gengið er í skrúðgöngu út í íþróttahús og þar keppa nemendur og leika nemendur listir sínar. Eftir hádegishlé mæta nemendur unglingadeilda á sal skólans og horfa á hinn árlega kabarett sem er leiksýning sem nemendur hafa sjálfir samið og sett upp undir stjórn Sigurðar Lyngdal leiklistarkennara skólans. Um kvöldið er svo hátíðardansleikur með kvöldverði og skemmtiatriðum nemenda.

Íþróttastarf utan hefðbundinna íþróttatíma hefur verið skipulagt af íþróttakennurum og íþróttanefnd. Má þar nefna m.a. keppni í ýmsum íþróttagreinum og íþróttahátíð sem haldin er á árshátíðardegi ár hvert.

(Skíðaferðir fyrir 8. -10. bekk eru farnar í febrúar og er gist eina nótt. 10. bekkur hefur farið í 2ja - 3ja daga ferð að vori til Vestmannaeyja. Haustferðir eru fyrir 8. og 9. bekk en 8. bekkur fer í dagsferð og 9. bekkur gistir í eina nótt.)


TÓMSTUNDASTARF

Á vegum Íþrótta og tómstundaráðs Reykjavíkur er boðið upp á 8 eða 16 tíma námskeið. Starfsfólk Miðbergs skipuleggur tómstundastarfið.

Prenta | Netfang