Laugardagurinn 19. janúar 2019

Móttaka nýrra nemenda

1. Foreldri/Forráðamaður innritar nemanda í gegnum Rafræna Reykjavík eða hefur samband við skrifstofu skólans í síma 411-7550.
2. Skólaritari kemur upplýsingum til aðstoðarskólastjóra, náms- ogkennslustjóra,námsráðgjafa og hjúkrunarfræðings.
3. Náms- og kennslustjóri velur bekk fyrir nemanda og boðar fund með nemandanum, námsráðgjafa, forráðamönnum og nýjum umsjónarkennara, eftir því sem við á í hverju tilviki fyrir sig.
4. Á fundinum er nemandanum afhent stundaskrá, skóladagatal og skólareglur.

Nemendur sem byrja í 1. bekk eru boðaðir bréfleiðis til einkaviðtala foreldra, nemenda og umsjónarkennara. Viðtölin fara fram skólasetningardag og næsta dag á eftir.

Rætt m.a.um eftirfarandi þætti:

Íþróttir og sund. Staðsetning, fatnaður, reglur varðandi sturtu og mætingar. Hvað þarf að kaupa og hvað sér skólinn um að útvega. Matur. Hvað fæst keypt í skólanum og hvað má koma með í nesti. Einnig verð á mat og fyrirkomulag greiðslu. Farin kynnisferð um skólann þar sem helstu svæði eru kynnt.

Athugar hvort forráðamenn hafi aðgang að Mentor.

Upplýsingar um fyrri skóla.

5. Umsjónarkennari undirbýr bekkinn fyrir komu nýs nemanda.

Námsráðgjafi boðar nemanda í viðtal í fyrstu skólaviku hans og ræðir eftirfarandi:

a. Námið
b. Skólareglur
c. Félagslífið
d. Stoðþjónustu skólans

7. Umsjónarkennari sér um að koma nauðsynlegum upplýsingum um
nemandann til þeirra sem koma að kennslu og umsjón hans.

8. Hjúkrunarfræðingur aflar heilsufarsskýrslna.

Prenta | Netfang