Laugardagurinn 19. janúar 2019

Heimanám/heimanámsaðstoð og námstækni

Heimanámsaðstoð Stuðningsfulltrúar annast aðstoð við heimanám fyrir 2. - 7. bekk. Heimanámsaðstoð fer fram að loknum skóladegi einu sinni til tvisvar í viku (misjafnt eftir árgöngum).

Stuðningur í prófum Þurfi nemandi á sérstakri tilhliðrun að halda við próftöku skal umsjónarkennari/fagkennari setja sig í samband við verkefnastjóra námsvers. Ræða þarf við verkefnastjóra með góðum fyrirvara.

Námstækni er orð sem felur í sér þær aðferðir sem nemandinn notar við að læra í skólanum og heima. Sá sem vill ná betri árangri í skólanum ætti því að skoða námsvenjur sínar og athuga hvernig hann getur bætt námstæknina.Allir nemendur verða að læra að bera ábyrgð á vinnu sinni og afköstum. Því er mikilvægt að nemendur skipuleggi tíma sinn og heimanám, noti handbókina,, noti minnistækni, aðalatriði ogrifji upp reglulega.Lífsstíll nemenda tengist einnig námstækni.

NÝTT - Heilahristingur, heimanámsaðstoð á bókasafninu, sjá upplýsingar hér
heilahristingur_heimanameða smelltu á myndina
Nægur svefn – hollt mataræði – hreyfing – vinnuaðstaða heima og í skóla hefur áhrif á minni, einbeitingu og árangur hvers og eins.
Nokkur góð ráð
 • Áætlaðu daglega tíma til upprifjunar og heimanáms.
 • Regluleg upprifjun skilar árangri.
 • Punktaðu hjá þér helstu atriði úr kennslubók á meðan þú lest.
 • Hafðu glósur, verkefni og vinnubækur í röð og reglu.
 • Leitaðu aðstoðar ef þú skilur ekki námsefnið.
 • Varastu að fresta vinnu verkefna og heimavinnu fram á síðustu stundu.
 • Mættu alltaf á réttum tíma.
 • Berðu virðingu fyrir sjálfum þér.
 • Mættu ávallt undirbúin/n fyrir hvern dag.
Próf og prófundirbúningur
 • Það er mikilvægt fyrir þig að fá allar nauðsynlegar upplýsingar um prófið. Hvaða þætti á að leggja mesta áherslu á og hverju má sleppa.
 • Byrjaðu á að búa til yfirlit yfir námsefnið og það sem þarf að kunna fyrir prófið.
 • Taktu til allar bækur og verkefni sem þarf að nota við upprifjun.
 • Gerðu áætlun um lestur og upprifjun.Hvað þú ætlar þér að lesa og hvenær.
 • Reyndu að draga námsefnið saman í færri atriði, þegar þú lest það yfir. Notaðu minnisaðferðir, vertu dugleg/ur að nota hugtakakortin.
 • Skoðaðu verkefni, glósur úr tímum og skyndipróf og spurðu þig út úr námsefninu.
 • Farðu vandlega yfir spurningar og svör.
 • Mundu að góður undirbúningur, jákvætt hugarfar og trú á eigin getu er besta veganestið þegar þú ert að fara í próf.

Heimanám
Heimanám ermikilvægur þáttur í námi barnanna okkar. í tengslum við það gefst foreldrum/forráðamönnum tækifæri til að veita börnum sínum stuðning og hvatningu. Foreldrar geta lagt sitt af mörkum til þess að barninu gangi vel í skólanum með því að fylgjast vel með heimanámi þess.

Gullkistan - heimanám, ýmis skemmtilegt verkefni

Prenta | Netfang