Laugardagurinn 19. janúar 2019

Fréttir og myndir nemendur

Skólaárið 2010-2011

5. bekkur
Nemendur í 5. bekk heimsóttu Húsdýragarðinn miðvikudaginn 22. september. Þar fengu þeir að skoða dýrin í garðinum, auk þess að fara í vísindatjaldið og skoða hin ýmsu tæki og tól. Undir lokin var fylgst með þegar selunum í garðinum var gefið að borða og fengu nemendur um leið stutta fræðslu um þá. Ferðin heppnaðist vel, nemendur og kennarar höfðu gaman af og lærðu mikið.

Fleiri myndir á myndasafni skólans.

3. bekkur
Nemendur í 3.bekk hafa verið að læra um hvönn og hvítsmára og fóru í göngutúr í leit
að þessum plöntum. Þau fundu fullt af smára og sumir reyndu að finna fjögurra laufa
smára í von um að geta óskað sér. Nemendurnir hafa unnið ýmis verkefni í skólanum
sem tengjast plöntunum, gert hugtakakort og fræðst um notagildi þeirra.
Móðir Atla í bekk 31 sem er grasalæknir kom í stutta heimsókn og fræddi árganginn
um hvernig hún nýtir ýmsar plöntur í te og aðrar afurðir.
Hún gaf öllum að smakka hálsbrjóstsykur sem inniheldur hvönn.
Það var skemmtilegt!

Fleiri myndir á myndasafni skólans.

Skólahljómsveit Árbæjar- og Breiðholts

Áhugasamir nemendur í 2. - 4. bekk fengu kynningu á skólahljómsveit Árbæjar- og Breiðholts þegar nokkrir af kennurum skólans ásamt skólastjóra hanshéldu kynningu á sal skólans, föstudaginn 3. september s.l.

Nemendur fengu sent heim umsóknareyðublað og upplýsingar um hljómsveitina, nánari upplýsingar má lesa hér

1. bekkur
Það voru kátir nemendur sem stigu fyrstu skrefsinnar skólagöngu 25. ágúst síðastliðinn. Eins og sjá má á myndunum skín eftivæntingin úr augum barnanna og ljóst að framundan eru spennandi og skemmtilegir tímar.

Skólaárið 2009-2010

Það hefur verið mikið fjör hjá 2. bekk á vordögum þessa skólaárs.
Síðastliðinn mánudag (31/5) fór árgangurinn í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn.
Í vetur lærðu nemendur um húsdýr og í Húsdýragarðinum leystu þeir verkefni í tengslum við hvert dýr. Ferðin tókst með eindæmum vel og það var mikið sport að
taka strætó eins og myndirnar bera með sér (sjá Myndasafn skólans.)

Í dag (7/6) fór árgangurinn svo í fræðandi gönguferð um hverfið þar sem við rifjuðum
upp þekkingu okkar á blómum og trjám. Fyrir tilviljun hristum við grenitré og það var
mikið magn ösku sem þyrlaðist af hverri grein. Það vakti áhuga nemenda enda höfum
við fjallað mikið um eldgosið í skólanum. Í grænni lautu settumst við niður og borðuðum nesti. Þegar við komum til baka í skólann brugðum við á leik þar til grillveislan hófst.

Prenta | Netfang