Laugardagurinn 19. janúar 2019

Starfstími nemenda

Vikulegur kennslutími nemenda í 1. – 4. bekk er 1200 mínútur eða 30 kennslustundir en unnið er í 40 eða 80 mínútna lotum. Skóladagur hefst kl. 08:30 og lýkur kl. 13:30- 13:40. Í 5. – 7. bekk er vikulegur kennslutími 1400 mínútur eða 35 kennslustundir og vinnulotur 40 eða 80 mínútur. Skóladegi nemenda í 5. – 7. bekk lýkur kl. 14:00 - 14:10. Vikulegur kennslutími nemenda í 8. – 10. bekk er 1480 mínútur eða 37 kennslustundir og tímalengd vinnulota annað hvort 40 eða 80 mínútur.

Prenta | Netfang