Laugardagurinn 19. janúar 2019

Hljóðbækur á vef Námsgagnastofnunar

Unnt er að nálgast hljóðbækur sem Námsgagnastofnun hefur gefið úr á vefsíðunnihttp://www.nams.is og geta nemendur og aðstandendur hlaðið þeim niður til hlustunar án endurgjalds. Einnig er hægt að setja hljóðskrárnar í iPod eða mp3 spilara. Hljóðbækurnar eru gagnlegt námstæki fyrir nemendur sem vilja bæta námsárangur sinn hvort sem þeir eiga við námserfiðleika að stríða eða ekki.

Foreldrar og nemendur eru eindregið hvattir til að kynna sér þennan möguleika. Á síðu Námsgagnastofnunar er að finna leiðbeiningar um hvernig eigi að bera sig að við niðurhal hljóðbókanna og tillögur um notkun þeirra.

nams.is_hljodbaekur
smelltu á myndina til að opna síðuna

lifheimurinn_hljodbok
smelltu á mynd til að opna hljóðbókina, meira á nams.is

Prenta | Netfang