Náms- og kennsluskipulag
Náms- og kennsluskipulag, 1. - 10. bekkur, haustönn 2020.
Leiðarljós Hólabrekkuskóla við náms- og kennsluskipulag eru grunnþættir aðalnámskrár. Náms- og kennsluskipulag tekur mið af hæfni- og matsviðmiðum aðalnámskrár. Í náms- og kennsluskipulagi á að taka tillit til þess að nemendur beri sem mesta ábyrgð á námi sínu. Náms- og kennsluskipulagið á að koma til móts við þarfir, áhuga, námsgleði og námsstíl nemenda, sbr. Uppeldi til ábyrgðar og aðalnámskrá grunnskóla.
Allir árgangar vinna með hæfniviðmið aðalnámskrár út frá sex grunnþáttum menntunar sem eru: Læsi, sköpun, lýðræði, sjálfbærni, heilbrigði og velferð og jafnrétti
Náms- og kennsluáætlanir eru gerðar í öllum árgöngum skólans og þær má allar finna inni á Mentor og á heimasíðu skólans – holabrekkuskóli.is.
Kennsluáætlanir allra árganga er að finna hér til hliðar og á Mentor.
Hér má sjá sýnishorn af náms- og kennsluskipulagi skólans, þetta er dæmi úr Hönnun og smíði Þættir sem teknir eru inn í kennsluáætlanir eru; Hæfniviðmið Aðalnámskrá grunnskóla, kennsluhættir og námstæki og námsmat