Skip to content

Mötuneytisáskrift

Mataráskrift í grunnskólum Reykjavíkur

Allir nemendur í grunnskólum borgarinnar hafa aðgang að hádegismat í skólanum. Mataráskrift kostar það sama í öllum skólum borgarinnar en ekki þarf að greiða fyrir fleiri en tvö grunnskólabörn frá hverju heimili. Matseðill er birtur á heimasíðu skóla. Nemendur eru skráðir í mat rafrænt í gegnum Völu, slóð hér.

Gjaldskrá

Áskrift aðskólamáltíðum miðast við 20 daga í mánuði og ekki er rukkað fyrir mat í júní, júlí og ágúst.

Foreldrar greiða einungis máltíðagjöld fyrir tvö börn á sama fjölskyldunúmeri, þvert á skólastig, önnur njóta 100% afsláttar.

Nesti: Nemendur eiga að koma með hollt nesti; ávexti, grænmeti eða brauð með hollu áleggi. Eingöngu má koma með vatn í brúsa.

Óþol eða ofnæmi

Hafi nemendur ofnæmi eða óþol er mjög mikilvægt að koma því á framfæri með læknisvottorði á skrifstofu skólans. Hólabrekkuskóli er hnetulaus skóli!