Skip to content

Mötuneytisáskrift

Mataráskrift – Skrá hér

Skólinn byrjaði með Matartímann 1. nóvember 2022. 

Matartíminn – Matseðill og innihaldslýsingar
Hér má finna allar upplýsingar varðandi hádegismat og athugið að hægt er að smella á fæði dagsins og sjá innihaldslýsingar: https://matartiminn.is/matsedlar/

Allir nemendur í grunnskólum borgarinnar hafa aðgang að hádegismat í skólanum. Mataráskrift kostar það sama í öllum skólum borgarinnar en ekki þarf að greiða fyrir fleiri en tvö grunnskólabörn frá hverju heimili. Matseðill er birtur á heimasíðu skóla. Nemendur eru skráðir í mat Skrá hér.

Mánaðarlegt gjald er samkvæmt ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur hverju sinni. Innheimt er jafnaðargjald miðað við 20 daga í mánuði. Ekki er innheimt fyrir mat í júlí og ágúst. Foreldrar greiða einungis skólamáltíðir fyrir tvö börn, eins og áður segir, önnur njóta 100% afsláttar. Reglan gildir milli grunnskóla í Reykjavík. Upplýsingar um verð má nálgast á vef borgarinnar en slóðin er eftirfarandi:

Gjaldskrá

Innheimta vegna mötuneyta grunnskóla Reykjavíkur er þannig að stofnuð er krafa í banka með gjalddaga í byrjun þess mánaðar sem innheimt er fyrir og 30 dögum seinna er eindagi. Vilji foreldrar segja upp mataráskrift þarf uppgön að bera í síðasta lagi fyrir 20. dag mánaðarins, annars tekur hún gildi næsta mánuð á eftir.  Ef matarreikningur er ekki greiddur færist hann til milliinnheimtu og síðar er áskrift sagt upp.

Nesti: Nemendur eiga að koma með hollt nesti; ávexti, grænmeti eða brauð með hollu áleggi. Eingöngu má koma með vatn í brúsa.

Óþol eða ofnæmi

Hafi nemendur ofnæmi eða óþol er mjög mikilvægt að koma því á framfæri með læknisvottorði á skrifstofu skólans. Hólabrekkuskóli er hnetulaus skóli!