Mánudagurinn 20. nóvember 2017

Innritun í mat

Til athugunar vegna skólaársins 2016-2017

Mataráskrift grunnskóla

Þeir nemendur sem skráðir voru í mat við lok síðasta skólaárs eru sjálfkrafa skráðir í mat á þessu skólaári. Nýja nemendur þarf að skrá inn í gegnum Rafræna Reykjavík. Mötuneytið tekur til starfa þriðjudaginn 23. ágúst 2016. Nemendum skólans er boðið upp á hafragraut á hverjum morgni kl. 08:15, þeim að kostnaðarlausu.

Til foreldra og forráðamanna nemanda sem eru að hefja skólagöngu í 1. bekk í grunnskólum Reykjavíkur.
Mánudaginn 22. ágúst kl. 13:00 verður opnað fyrir skráningu í mataráskrift.

Skráning fer fram á mínum síðum á https://rafraen.reykjavik.is

Til að geta skráð nemendur í mataráskrift þarf foreldri/forráðamaður að skrá sig inn með kennitölu og lykilorði.

Mánaðargjald er 7.100,- Foreldrar greiða einungis skólamáltíð fyrir tvö börn, önnur njóta 100% afsláttar. Uppsögn á mataráskrift þarf að berast fyrir 20. hvers mánaðar og tekur gildi þann 1. næsta mánaðar.

Sjá upplýsingar af vef Reykjavíkurborgar hér

Nánari upplýsingar gefur ritari skólans í s. 411-7550.
Skólastjóri

- - - - - - - - - - -

Innritun í mat fer fram á Rafræn Reykjavík.

Skráning í hádegismat, sjá leiðbeiningar hér

English: Sjá má upplýsingar á fleiri tungumálum, hér

- - - - - - - - - -

Hvernig matur er í boði?

Lögð er áhersla á hollan mat samkvæmt leiðbeiningum Landlæknisembættisins.

Hvað kostar þjónustan?

Máltíðin kostar 355 krónur. Innheimt er jafnaðargjald miðað við 20 daga í mánuði, eða 7.100 krónur. Ekki er innheimt fyrir mat í júlí og ágúst. Foreldrar greiða einungis skólamáltíðir fyrir tvö börn, önnur njóta 100% afsláttar.

Hvernig er sótt um þjónustuna?

Skráning í mötuneyti fer fram á Rafrænni Reykjavík.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Þú getur sent inn fyrirspurn, ábendingu eða kvörtun til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, Borgartúni 12 - 14, 105 Reykjavík. Sími: 4 11 11 11. Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Fagráð um skólamötuneyti er til ráðgjafar um mötuneyti leik- og grunnskóla, svo sem um forgangsröðun verkefna, áætlanagerð og svo framvegis. Í ráðinu sitja fulltrúar frá fagsviði, yfirmenn skólamötuneyta leik- og grunnskóla, skólastjórnendur leik- og grunnskóla og fulltrúar foreldraráða leik- og grunnskóla.

 

Prenta | Netfang