Laugardagurinn 19. janúar 2019

Innheimta

Bréf til foreldra/forráðamanna


Nú geta foreldrar/forráðamenn skráð nemendur í hádegismat í Rafrænni Reykjavík.Til þess er farið á vefsíðuna http://rafraen.reykjavik.is eða á heimasíðu Reykjavíkurborgar http://www.reykjavik.is og valið Rafræn Reykjavík.
Til að geta skráð nemandann í mat þarf foreldri/forráðamaður að skrá sig inn með kennitölu og lykilorði (ef búið er að stofna aðgang).Í meðfylgjandi viðhengi eru leiðbeiningar um notkun og hvernig nýskráningar fara fram.
lesa meira

Breytingar á innheimtu mötuneytisáskrifta
í grunnskólum Reykjavíkur

Til foreldra nemenda í grunnskólum Reykjavíkur.
Frá og með 1. febrúar 2009 hafa verð og innheimta vegna mötuneyta verið samræmd. Framvegis verður innheimt jafnaðargjald 5500 kr. frá september og út maí.
Ef fleiri en tvö grunnskólabörn eru í heimili þarf eingöngu að greiða fyrir tvö yngstu sem nýta sér mötuneytið.
Innheimtan fer þannig fram að kröfur eru stofnaðar íArionbanka,banki: 336 auðkennið er 0D1 (núll D einn).
Kröfueigandi er Reykjavíkurborg kt. 530269-7609. Með þessum upplýsingum er hægt að greiða reikningana í banka án þess að vera með seðilinn
eða í gegnum síma, einnig geta aðrir greitt reikninginn ef þeir hafa kennitölu þess sem hann er gefin út á. Krafan birtist að sjálfsögðu í heimabanka.
Hægt er að greiða með kreditkorti (boðgreiðslur) og þarf þá að gefa upp kortanúmer og gildistíma á skrifstofu viðkomandi skóla. Hægt er að losna við að fá
greiðsluseðil með því að setja kröfurnar í beingreiðslur af reikningi í banka eða í greiðsludreifingarþjónustu. Þeir sem hafa verið með kröfurnar í beingreiðslum
halda sjálfkrafa áfram í beingreiðslum. Athugið að ekki er lengur innheimt seðilgjald. Með góðri kveðju,
Skólastjórnendur.

Prenta | Netfang