Sunnudagurinn 19. nóvember 2017

Egg - Að sjóða egg

HVERSU LANGAN TÍMA TEKUR AÐ SJÓÐA EGG?
egg_copy
Það getur verið svolítið misjafnt eftir stærð eggjanna. Gott er að miða við meðalstór egg (flest íslensk egg eru meðalstór - stór). Setjið vatn í pott (fer eftir hversu mörg egg þú ætlar að sjóða hve stóran pott þú þarft). Notið matskeið og setjið eitt egg í einu ofan í pottinn, varlega! Látið suðuna koma upp. Um leið og suðan kemur upp, lækkið þá hitann aðeins (en samt þannig að sjóði) og sjóðið í 10 mínútur fyrir HARÐSOÐIN EGG. LINSOÐIN EGG sýður maður í 5-7 mínútur. Mikilvægt er að setja eggin STRAX í ískalt vatn og láta þau kólna þannig. Geyma má harðsoðin egg í allt að viku í skurninni inn í ísskáp.

Prenta | Netfang