Skip to content
12 des'19

Úrslit í piparkökuhúsakeppni Hólabrekkuskóla 2019

Úrslit eru sem hér segir: 1. sæti ,,Frumlegasta húsið“ Iðunn Þorkelsdóttir 1. sæti ,,Flottasta húsið“ Jónas Sigurður Eiríksson og Magnús Óli Eiríksson Allir þátttakendur í keppninni fá afhent viðurkenningarskjal fyrir jólaleyfi. Við þökkum þátttöku í ár, en alls bárust sex hús í  keppnina. Við óskum okkur öllum til hamingju með keppnina og hlökkum til þeirrar…

Nánar
11 des'19

Bókagjöf í stað jólatrés!

Jóhanna Júlíusdóttir, bókasafnsfræðingur tók á móti bókagjöf fyrir hönd skólans, fimmtudaginn 4. desember síðastliðinn. Við þökkum góða gjöf. Oslóarborg hefur í áratugi gefið Reykvíkingum jólatré sem tákn um vináttu borganna og sameiginlegar hefðir og jólagleði. Nú er jólatréið fellt í Norðmannalundinum í Heiðmörk en það hefur ekki breytt neinu um vináttuna, því í stað jólatrés…

Nánar
10 des'19

Allir heim fyrir kl. 15.00

Skóla- og frístundastarf mun raskast frá hádegi  þriðjudaginn 10. desember  2019 vegna óveðurs sem spáð er að gangi yfir höfuðborgarsvæðið. Enginn ætti að vera á ferli eftir klukkan 15  nema brýn nauðsyn beri til. Gefin hefur verið út appelsínugul viðvörun vegna óveðursins sem spáð er. Foreldrar og forráðamenn barna eru beðnir um að sækja börn…

Nánar
06 des'19

Hólabrekkuskóli réttindaskóli UNICEF

Í samstarfi við UNICEF á Íslandi ætlar Hólabrekkuskóli, frístundaheimilið Álfheimar og félagsmiðstöðin Hundrað Og Ellefu að innleiða Barnasáttmálann í allt starf sitt. Í Breiðholtinu er mikil gróska í menntamálum og það er mikil ánægja og sönn forréttindi að hefja samstarf við þessar stofnanir. Samingur við UNICEF undirritaður Föstudaginn 29. nóvember 2019 skrifaði skóla- og frístundasvið…

Nánar
29 nóv'19

Jól á menningartorginu, mánudaginn 2. desember kl. 17:30

Jól á Torginu Á menningartorginu í Breiðholti á milli Gerðubergs, Tónskóla Sigursveins og heilsugæslunnar, mánudaginn 2. desember 2019, kl. 17:30 – Allir að mæta. Fjölbreytt dagskrá: Heitt kakó, piparkökur, skólahljómsveit, barnakór, ljóðalestur, kvæðamenn, jólasveinn, dansað í kringum jólatré o.fl. Að viðburðinum standa Bókasafnið, Dagþjónustan Iðjuberg, Fjölskyldusmiðjan í Gerðubergi, frístundamiðstöð Miðbergs, Unglingasmiðjan Tröð og Tónskóli Sigursveins.

Nánar
26 nóv'19

Jólaföndur 2019 / Christmas crafting 2019

Hið árlega jólaföndur foreldrafélagsins verður haldið í sal Hólabrekkuskóla laugardaginn 30. nóvember kl. 10-13. Boðið verður upp á alls konar föndur á viðráðanlegu verði en athugið að eingöngu verður hægt að greiða með peningum – ENGINN posi á staðnum. Gott er að koma með eitthvað til að taka föndrið með heim, box, kassa eða poka.…

Nánar
25 nóv'19

Piparkökuhúsakeppnin 2019

Hin árlega piparkökuhúsakeppni Hólabrekkuskóla verður haldin þriðjudaginn 10. desember. Húsum þarf að skila inn í síðasta lagi fyrir þriðjudaginn 10. desember á skrifstofu skólans. Keppt verður í tveimur flokkum: Flottasta og best skreytta húsið og frumlegasta húsið. Verðlaun verða veitt fyrir bestu húsin að mati dómnefndar. Horft verður til frumleika/hugmyndaflugs, vandvirkni, glæsileika og útfærslu. Verðlaunaafhending…

Nánar
21 nóv'19

Samstarfsdagur, miðvikudaginn 27. nóvember 2019

Miðvikudaginn 27. nóvember er samstarfsdagur eins og fram kemur á skóladagatali. Engin kennsla er þann dag. Álfheimar og Hraunheimar (frístundaheimili) verða opin allan daginn fyrir þau börn sem þar dvelja og hafa verið skráð. Wednesday November 27th, School will be closed  according to school calendar. School will resume onThursday November 28th. Kennsla hefst aftur samkvæmt…

Nánar
18 nóv'19

Íslenskuverðlaun unga fólksins 2019

Mynd: Nemendur okkar þau; María Perla Breiðfjörð, Liwia Wioletta Lenkiewicz og Hreiðar Ási Eydal, ásamt umsjónarkennurum sínum og skólastjórnendum í Hólabrekkuskóla Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík voru afhent í þrettánda sinn á Degi íslenskrar tungu, laugardaginn 16. nóvember síðastliðinn, og fór athöfnin fram í Norðurljósasal Hörpu. Sjötíu grunnskólanemar tóku við Íslenskuverðlaununum að þessu sinni…

Nánar
12 nóv'19

Endurskinsmerki og umferðaröryggi

Endurskinsmerki á öllum allan daginn! Nú þegar myrkur er skollið á á morgnana er mikilvægt að minna á mikilvægi endurskinsmerkja. Foreldrar eru hvattir til að setja endurskinsmerki á fatnað barna sinna. Þá er ekki síður mikilvægt að foreldrar noti þennan sjálfsagða og einfalda öryggisbúnað sér einnig til verndar. Sjáum til þess að börnin beri ALLTAF…

Nánar