Skip to content
12 maí'21

Uppstigningardagur, frídagur

Fimmtudaginn 13. maí 2021 er uppstigningardagur sem er lögbundinn frídagur og skólinn lokaður þann dag. Kennsla verður samkvæmt stundaskrá föstudaginn 14. maí 2021.  

Nánar
06 maí'21

Skertur nemendadagur 7. maí og samstarfsdagur mánudaginn 10. maí 2021

Fimmtudagur 7. maí – Samkvæmt skóladagatali er skertur nemendadagur frá kl. 08:00-12:00. Skóla lýkur kl. 12:00 en nemendum sem eru í Álfheimum og Hraunheimum verður boðið upp á gæslu þar til frístundastarfið hefst. Mánudagur 10.  maí – Samstarfsdagur, engin kennsla verður þann dag. Álheimar og Hraunheimar lokað.  

Nánar
06 maí'21

Hólaleikar 2021

Dagana 6. og 7. maí verða Hólabrekkuleikar (og íþróttahátíð -frestað) Leikarnir  byggja á kenningum Howard Gardners um fjölgreind þar sem  lögð er áhersla á fjölbreytileg verkefni, þar sem allir nemendur geta eitthvað en enginn getur allt. Rík áhersla er lögð á að nemendur sem vinna saman í liðum, leggi sig fram við að skapa góðan…

Nánar
21 apr'21

Sumardagurinn fyrsti, frídagur

Starfsfólk skólans óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og þakkar fyrir veturinn. Sumardagurinn fyrsti er lögbundinn frídagur og skólinn lokaður þann dag. Kennsla verður samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. apríl 2021.

Nánar
06 apr'21

Grunnskólar-, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar opna að nýju/Primary schools, after school activities and youth clubs will open again

Kæru foreldrar, Samkvæmt nýrri reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar opna grunnskólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar að nýju þriðjudaginn 6. apríl en með ákveðnum takmörkunum í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Ákveðið hefur verið að skipulagstími verði að morgni þriðjudagsins til kl. 10:10 svo starfsfólk hafi tíma til að undirbúa húsnæði og skipulag til samræmis við…

Nánar
25 mar'21

Skólahald fellur niður

Kæru foreldrar nemenda í Hólabrekkuskóla, Eins og stjórnvöld hafa ákveðið verður enginn skóli á morgun fimmtudag og föstudag. Skóli á að byrja samkvæmt stundatöflu eftir páskaleyfi þriðjudaginn 6. apríl ef það breytist mun ég upplýsa ykkur um það. Árshátíð unglingadeildarinnar átti að vera annað kvöld en henni verður frestað en við höldum hana um leið…

Nánar
19 mar'21

Þemadagar, hamingju- og gleðivika 16 .- 19. mars 2021

Dagana 16 .- 19. mars voru þemadagar hjá yngsta stigi Hólabrekkuskóla. Þemað að þessu sinni var Lína langsokkur. 1. – 4. bekk var skipt í 13 hópa og fóru þau á 13 stöðvar þar sem margvísleg verkefni voru unnin. Börn úr 4. bekk voru skipaðir liðstjórar yfir hverjum hóp og stóðu þau sig eins og…

Nánar
12 mar'21

Stóra upplestrarkeppnin 2021 – 1. sæti

Stóra upplestrarkeppnin var haldin í Seljakirkju fimmtudaginn 11. mars 2021. Hátíðin hófst á frábæru tónlistaratriði frá Hólabrekkuskóla. Keppendur okkar, Dunja Dagný Minic og Sigríður Salka Ólafsdóttir, stóðu sig eins og hetjur enda búnar að æfa sig mjög vel og uppskáru eftir því. Sigríður Salka stóð uppi sem sigurvegari keppninnar og óskum við henni innilega til…

Nánar
10 mar'21

Lífshlaupið – 3. sæti

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Þar eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er.  Í ráðleggingum Embætti landlæknis um hreyfingu er börnum og unglingum ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur…

Nánar
04 mar'21

Frístundastyrkur / Support with sport and leisure activities / Dodatkowa dotacja na zajęcia sportowe i rekreacyjne

Nú er búið að lengja umsóknartímann til 15. apríl 2021 Vakin er athygli á íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir grunnskólabörn sem búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru lægri en 740.000 kr. að meðaltali á mánuði á tímabilinu mars – júlí árið 2020. Um er að ræða sérstakt verkefni félags- og…

Nánar