Skip to content
17 jan'23

Bóndadagur föstudaginn 20. janúar 2023

Samkvæmt gamalli hefð höldum við upp á þorrann föstudaginn 20. janúar 2023. Því hvetjum við alla til að mæta í einhverju þjóðlegu, t.d. lopapeysu, ullarsokkum, svuntu, hyrnu, lopahúfu og fléttum hárið. Þeir sem eiga íslenskan búning ættu að nota tækifærið og klæða sig uppá.

Nánar
05 jan'23

Gleðilegt nýtt ár

Við í Hólabrekkuskóla sendum ykkur öllum okkar bestu nýárskveðjur og þökkum samstarfið á liðnu ári. Óskum þess að nýja árið 2023 verði farsælt og gæfuríkt.  

Nánar
20 des'22

Jólakveðja 2022

Starfsfólk Hólabrekkuskóla óskar nemendum og foreldrum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Hlökkum til að sjá nemendur aftur í skólanum miðvikudaginn 4. janúar 2023. Kennsla verður samkvæmt stundaskrá.  

Nánar
16 des'22

Jólaskemmtanir 20. desember 2022

Jólaskemmtanir verða 20. desember fyrir nemendur í 1. – 7. bekk. Nemendur mæta kl. 8:30 í skólann. Þá verða haldin stofujól í árgöngum þar sem nemendur mega mæta með smákökur og safa. Eins verður haldið jólaball á sal skólans þar sem dansað er í kringum jólatréð og góðir gestir koma og skemmta nemendum. Skóla lýkur…

Nánar
07 des'22

Jólafatadagur/jólahúfudagur, fimmtudaginn 8. desember 2022

Fimmtudaginn 8. desember ´22 verður jólafatadagur/jólahúfudagur hjá okkur í Hólabrekkuskóla. Til dæmis rauð föt (peysa, buxur, sokkar), jólapeysa, lopapeysa, lopasokkar, jólasveinahúfa. Við erum öll umhverfisvæn og nýtum það sem við eigum.

Nánar
06 des'22

Samfélagslögreglan í 7. bekk

Samfélagslöggan heimsótti 7. bekk mánudaginn 5. desember 2022. Börnin fengu fræðslu um samskipti og samfélagsmiðla og fengu svo að spyrja lögregluþjóninn um hvað sem er.

Nánar
18 nóv'22

Samstarfsdagur, mánudaginn 21. nóvember 2022 / Monday November 21th, School will be closed according to th School Calendar

Mánudaginn 21. nóvember 2022 er samstarfsdagur eins og fram kemur á skóladagatali. Engin kennsla er þann dag. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 22. nóvember. Álfheimar og Hraunheimar (frístundaheimili) opið fyrir þau börn sem skráð eru allan daginn. Monday November 21th School will be closed according to the School Calendar. School will resume on Tuesday November 22th.…

Nánar
18 nóv'22

Dagur íslenskrar tungu, 16. nóvember 2022

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur á sal skólans, miðvikudaginn 16. nóvember. Kórinn flutti lög, árgangar voru með atriði og við fræddumst um Jónas Hallgrímsson náttúrufræðing, skáld og nýyrðasmið. Á bókasafni skólans bjuggum við til risa íslenska tungu og söfnuðum orðum í anda Jónasar. Nemendur skólans völdu orð sem þeim þykir fallegt, skrítið, skemmtilegt, minnistætt…

Nánar
18 nóv'22

Íslenskuverðlaun unga fólksins 2022

Íslenskuverðlaun unga fólksins voru afhent í Hörpu miðvikudaginn 16. nóvember 2022 á Degi íslenskrar tungu. Hvatning til framfara í tjáningu og rituðu máli Þetta er í sextánda sinn sem Íslenskuverðlaunin, sem eru á vegum skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, eru veitt í samstarfi við Reykjavík bókmenntaborg UNESCO. Verðlaununum er ætlað að auka áhuga grunnskólanema í Reykjavík…

Nánar
17 nóv'22

Kökukeppni grunnskólanna 2022

Kökukeppni grunnskólanna fór fram miðvikudaginn 16. nóvember 2022 og tók Hólabrekkuskóli þátt. Frábær frammistaða liðsins þar sem metnaður, fagmennska og gleði var í fyrirrúmi var svo sannarlega skólanum til sóma.

Nánar