Skip to content
15 jún'21

Sumarkveðja 2021

Starfsfólk skólans þakkar nemendum og foreldrum þeirra ánægjulegt samstarf á liðnu skólaári. Við óskum öllum ánægjuríks og gleðilegs sumarleyfis og minnum á mikilvægi sumarlesturs. MUNA AÐ LESALESALESALESA í allt sumar. Skrifstofa skólans er lokuð frá 18. júní en opnar aftur miðvikudaginn 11. ágúst. Skóli hefst að loknu sumarleyfi mánudaginn 23. ágúst 2021, samkvæmt stundaskrá, Foreldrar…

Nánar
08 jún'21

Disney klúbbur í Hólabrekkuskóla

Nú á vordögum hófum við lestur og vinnu í Disney klúbbi. Nemendur áttu að lesa Disney-bækur og vinna verkefni sem þeim fylgja. Allir nemendur í 2. – 7. bekk máttu taka þátt. Klúbburinn fór vel af stað, en verkefnin reyndust yngri nemendum of erfið. Verkefnin voru t. d. að finna andheiti, gera hugarkort, orðaglímur, stigbeygja…

Nánar
04 jún'21

Skóladagarnir 7. – 10. júní 2021

Mánudagur 7. júní Sumargleði/Vorhátíð Hólabrekkuskóla, frístundaheimilanna og foreldrafélagsins  – Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá kl. 08:30. – Vorhátíð hjá 1. – 4. bekk er kl. 13:00 – 14:00. Nemendur sem eru í Álf- og Hraunheimum fara þangað að hátíðinni lokinni. – Vorhátíð hjá 5. – 10. bekk er kl. 14:10 – 15:10. – Að þessu sinni…

Nánar
20 maí'21

Klippi klippi klipp!

Hólabrekkuskóli er vinaskóli Norræna hússins og hér má sjá myndir af sýningunni Klippi klippi sem átti sér stað á Barnamenningarhátíð.  Norræna húsið, smelltu hér. Baltnesk barnamenningarhátíð í Norræna húsinu: Klippi klippi klipp! Myndlistarsýning á verkum barna Norræna húsið fagnar barnamenningu með því að kynna baltneska menningu á fjölbreyttan og skapandi hátt. Nemendum í Hólabrekkuskóla Vinaskóla…

Nánar
12 maí'21

Uppstigningardagur, frídagur

Fimmtudaginn 13. maí 2021 er uppstigningardagur sem er lögbundinn frídagur og skólinn lokaður þann dag. Kennsla verður samkvæmt stundaskrá föstudaginn 14. maí 2021.  

Nánar
06 maí'21

Skertur nemendadagur 7. maí og samstarfsdagur mánudaginn 10. maí 2021

Fimmtudagur 7. maí – Samkvæmt skóladagatali er skertur nemendadagur frá kl. 08:00-12:00. Skóla lýkur kl. 12:00 en nemendum sem eru í Álfheimum og Hraunheimum verður boðið upp á gæslu þar til frístundastarfið hefst. Mánudagur 10.  maí – Samstarfsdagur, engin kennsla verður þann dag. Álheimar og Hraunheimar lokað.  

Nánar
06 maí'21

Hólaleikar 2021

Dagana 6. og 7. maí verða Hólabrekkuleikar (og íþróttahátíð -frestað) Leikarnir  byggja á kenningum Howard Gardners um fjölgreind þar sem  lögð er áhersla á fjölbreytileg verkefni, þar sem allir nemendur geta eitthvað en enginn getur allt. Rík áhersla er lögð á að nemendur sem vinna saman í liðum, leggi sig fram við að skapa góðan…

Nánar
21 apr'21

Sumardagurinn fyrsti, frídagur

Starfsfólk skólans óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og þakkar fyrir veturinn. Sumardagurinn fyrsti er lögbundinn frídagur og skólinn lokaður þann dag. Kennsla verður samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. apríl 2021.

Nánar
06 apr'21

Grunnskólar-, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar opna að nýju/Primary schools, after school activities and youth clubs will open again

Kæru foreldrar, Samkvæmt nýrri reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar opna grunnskólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar að nýju þriðjudaginn 6. apríl en með ákveðnum takmörkunum í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Ákveðið hefur verið að skipulagstími verði að morgni þriðjudagsins til kl. 10:10 svo starfsfólk hafi tíma til að undirbúa húsnæði og skipulag til samræmis við…

Nánar
25 mar'21

Skólahald fellur niður

Kæru foreldrar nemenda í Hólabrekkuskóla, Eins og stjórnvöld hafa ákveðið verður enginn skóli á morgun fimmtudag og föstudag. Skóli á að byrja samkvæmt stundatöflu eftir páskaleyfi þriðjudaginn 6. apríl ef það breytist mun ég upplýsa ykkur um það. Árshátíð unglingadeildarinnar átti að vera annað kvöld en henni verður frestað en við höldum hana um leið…

Nánar