Skip to content
01 okt'19

Endurnýting í fyrirrúmi

Finnur smíðakennari ásamt Pétri og Viktori í 9. bekk sem smíðuðu skáp undir Crome-tölvur. Endurnýting var í fyrirrúmi en notuðu þeir gamlan skáp sem undirstöðu og annað sem til var í skólanum við smíðina.

Nánar
30 sep'19

Ég + við = skólinn okkar/nemenda- og foreldrasamtöl/samstarfsdagur

Dagskrá dagana 30. september til 4. október 2019. Ég + við = skólinn okkar, dagana: 30. sept. og 1. október.  Unnið verður í öllum árgöngum að bekkjarsáttmála. Dagarnir eru fyrst og fremst hugsaðir til að styrkja bekkjarandann. Þessa daga verða ekki íþróttir og sund, list- og verkgreinar né valfög í unglingadeild. Nemenda- og foreldraviðtöl, dagana:…

Nánar
27 sep'19

Skólapeysur

Hægt verður að panta skólapeysur Hólabrekkuskóla núna á haustdögum 2019. Tekið verður við pöntunum frá og með 2.október og til 5.nóvember. Pöntunarblað verður auglýst síðar. Vinsamlegast athugið að aðeins greiddar peysur verða pantaðar. Hægt verður að máta peysur á meðan foreldraviðtölum stendur hjá kaffisölu 10.bekkjar sem staðsett verður við aðalinngang skólans, 2. og 3. október.…

Nánar
20 sep'19

Aðalfundur foreldrafélags Hólabrekkuskóla, mánudaginn 23. september kl. 19:30

Aðalfundur foreldrafélags Hólabrekkuskóla verður haldinn mánudaginn 23. september nk. kl. 19:30 í sal skólans. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf: 1. Skýrsla stjórnar 2. Ársreikningur skólaársins 3. Kosning stjórnarmanna 4. Kosning skoðunarmanns reikninga 5. Ákvörðun félagsgjalds 6. Önnur mál Að loknum aðalfundi ætlar Arna Skúladóttir, svefnráðgjafi, að fræða okkur um mikilvægi svefns fyrir börn og unglinga.…

Nánar
19 sep'19

Allir brosa á sama tungumáli

Hólabrekkuskóli og Fellaskóli hafa ákveðið að leiða af stað þróunarverkefni með það að leiðarljósi að efla orðaforða og þekkingu nemenda á skipulagðan hátt. Verkefnið heitir „Allir brosa á sama tungumáli“. Lögð verður áhersla á markvissa orðaforðakennslu þar sem ákveðin orðaþemu eru til grundvallar. Hvert þema varir í tvær vikur og er unnið með viðkomandi hugtök…

Nánar
18 sep'19

Endurskinsmerki og umferðaröryggi

Endurskinsmerki á öllum! Nú þegar haustið er skollið á þykir rétt að minna á mikilvægi endurskinsmerkja. Foreldrar eru hvattir til að setja endurskinsmerki á fatnað barna sinna. Þá er ekki síður mikilvægt að foreldrar noti þennan sjálfsagða og einfalda öryggisbúnað sér einnig til verndar. Sjáum til þess að börnin beri alltaf endurskinsmerki! Umferð í nágrenni…

Nánar
10 sep'19

Hver er ég? Menningarmót

Föstudagurinn 13. september – allur skólinn, kl. 08:30-09:30 Kl. 08:30 – 08:50  Foreldrakynning á sal; Lestur til árangurs Kl. 08:50 – 09:30  Hver er ég? Foreldrar og nemendur ganga um skólann og kynnast okkur í Hólabrekkuskóla. Kynning á náms- og kennsluskipulagi inni í stofunum – náms- og kennslugögn sýnileg  

Nánar
30 ágú'19

1. bekkur, fyrstu dagar

Kátir nemendur í 1. bekk Hólabrekkuskóli var settur fimmtudaginn 22. ágúst síðastliðinn og þar með hófst 46. starfsár skólans.  Það voru kátir nemendur sem stigu fyrstu skref sinnar skólagöngu mánudaginn 26. ágúst. Eins og sjá má á myndinni skín eftirvæntingin úr augum barnanna og ljóst að framundan eru spennandi og skemmtilegir tímar og við hlökkum…

Nánar