Skip to content

Símalaus skóli, 23. apríl 2019

Breyttir tímar kalla á breytta nálgun og nú hefur verið tekin sú ákvörðun að leggja símum nemenda í skólanum til hliðar – við ætlum að tala og leika meira saman í Hólabrekkuskóla. Það er gaman að greina frá því að á sama tíma og við tökum þessa ákvörðun í Hólabrekkuskóla þá gefa foreldrafélögin í Breiðholti út Leiðarljós um skjátíma á seglum sem afhentir verða öllum nemendum föstudaginn 12. apríl.
Það er almennur stuðningur við ákvörðunina um símalausan skóla; frá stjórn nemendafélagsins, stjórn foreldrafélagsins, skólaráðinu og skólastarfsmönnum – þá hafa mjög margir foreldrar látið í ljós óskir um símalausan skóla.

Ný skólaregla tekur gildi þriðjudaginn 23. apríl.

Það er von okkar að símalaus Hólabrekkuskóli auki jákvæð samskipti, félagsfærni og sjálfseflingu nemenda. Til að vel gangi þurfum við öll að hjálpast að við að fylgja eftir nýju símareglunni.