Laugardagurinn 19. janúar 2019

Hverfisrölt, haust 2017

Hverfisrölt skipulag

Foreldrahópar sem rölta saman eru tengdir vinabekkjunum t.d. foreldrar 10. bekkjar rölta með foreldrum nemenda í 5. bekk sem eru vinabekkir.
SAMFOK segir m.a. um foreldraröltið/hverfisröltið:
„Langflestir foreldrar standa vel að sínum unglingum og þeir eru ekki úti eftir að lögbundnum útivistartíma lýkur. Margir spyrja því hvers vegna þeir eigi að fara út af heimilinu frá sínu barni til að passa annarra manna börn? Með því að taka þátt í foreldrarölti höfum við áhrif á hverfisbraginn og það félagslega umhverfi sem við, og börnin okkar, búum við. Því færri sem nota vímuefni, eru lagðir í einelti eða beittir einhvers konar ofbeldi, því betra og öruggara er umhverfi okkar. Við berum öll ábyrgð á okkar nánasta umhverfi og eigum að sýna þeim sem eiga í vanda að okkur er ekki sama. Auk þessa kynnumst við fleiri foreldrum, við höfum gott tækifæri til að ræða sameiginleg áhugamál og, síðast en ekki síst, við eigum saman ánægjulega stund á heilsubótargöngu um hverfið okkar!“ (sjá heimasíðu SAMFOK).

 

Prenta | Netfang