Skip to content

Bekkjarfulltrúar

Bekkjarfulltrúar hlutverk

Bekkjarfulltrúar og bekkjarstarf

Hlutverk bekkjarfulltrúa er að stuðla að auknu samstarfi foreldra, kennara og nemenda innan hvers bekkjar. Bekkjarfulltrúar eru kosnir af foreldrum eða tilnefndir í samráði við fyrri bekkjarfulltrúa. Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir stjórnar foreldrafélagsins. Viðburðir á vegum foreldrafélags/ bekkjarfulltrúa eru auglýstir í gegnum Mentor og á heimasíðu skólans.

Hlutverk bekkjarfulltrúa

  • Bekkjarfulltrúi kallar saman foreldra barnanna í bekknum eigi sjaldnar en tvisvar á ári, í fyrra skiptið í upphafi skólaárs, eigi síðar en í lok septembermánaðar. Þá ræðir hann við foreldra um markmið og framkvæmd bekkjarstarfs á komandi vetri. Fyrir þann fund undirbýr hann kosningu eftirmanns síns, hafi hann ekki verið kosinn á síðasta fundi að vori.
  • Hann er tengiliður umsjónarkennara við foreldra og er ætlað að tryggja gott samstarf þar á milli. Hann skipuleggur almennan foreldrafund í samvinnu við bekkjarkennara í upphafi skólaárs. Á þeim fundi eru lagðar línur fyrir bekkjarstarfið.
  • Hann er reiðubúinn til að aðstoða kennarann við að skipuleggja þátttöku foreldra í skólastarfinu, t.d. í tengslum við vettvangsferðir, starfskynningu og heimsóknir foreldra í bekkinn.
  • Hann er tengiliður foreldra við kennarann og kemur sjónarmiðum þeirra á framfæri þegar þess gerist þörf. Einnig er hann tengiliður foreldra innbyrðis.
  • Hann hefur frumkvæði að því að sem flestir foreldrar séu virkir í bekkjarstarfinu. Best er að skipta verkefnum með foreldrum í upphafi skólaárs, t.d. foreldrarölt og umsjón bekkjarskemmtana. Gott er að mynda hópa nokkurra foreldra til að vinna verkefnin.
  • Hann sér um að safna í bekkjarmöppu gögnum um foreldrastarf hvers vetrar, svo sem fundargerðum, myndum og öðru sem gaman er að eiga til seinni tíma og fyrir nýja bekkjarfulltrúa til glöggvunar á starfi bekkjarins og skemmtunum.
  • Hann er tengiliður foreldra við stjórn foreldraráðs foreldrafélagsins, tekur þátt í fundum þess og miðlar upplýsingum í báðar áttir.

Upplýsingar til foreldra

Foreldrafélagið er með facebook síðu þar sem ýmsar gagnlegar upplýsingar er að finna; Foreldrafélag Hólabrekkuskóla.

Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir við stjórn foreldrafélagsins.
Bekkjarfulltrúar allra bekkja mynda fulltrúaráð foreldrafélagsins og funda með stjórn þess minnst einu sinni fyrir áramót og einu sinni eftir áramót til að samræma störf og til að fá yfirsýn yfir foreldrastarfið í skólanum.
Bekkjarfulltrúar hafa frumkvæði að því að kalla eftir bekkjarsamkomu en bera ekki einir ábyrgð á framkvæmd hennar.
Bekkjarfulltrúar bera ábyrgð á að virkja með sér aðra foreldra til að manna þær rölthelgar sem bekknum er úthlutað.

Bekkjarfulltrúar geta leitað til foreldrafélagsins með hvað sem er.