Laugardagurinn 19. janúar 2019

Árgjald 2014-2015

Kæru foreldrar.                                                                                                               21. nóvember 2014

Árgjald Foreldrafélags Hólabrekkuskóla er nú innheimt með rafrænum greiðsluseðli í heimabanka líkt og á síðasta ári.

Árgjaldið er sem áður 1.500 kr. en við það bætist 120 kr. kostnaður. Hvert heimili greiðir einungis eitt árgjald, burtséð frá fjölda barna.

Greiðslan er valfrjáls og hægt er að greiða hana hvenær sem er. Hún safnar ekki vöxtum og fellur sjálfkrafa niður í lok skólaárs sé hún enn ógreidd. Við hvetjum ykkur aftur á móti til að greiða ykkar hluta og taka þannig þátt í öflugu starfi foreldrafélagsins.

Í fyrra settu foreldrar í Hólabrekkuskóla met í að greiða árgjald Foreldrafélagsins. Það gerði okkur t.d. kleift að taka þátt í að koma á fót hinu frábæra Vinaliðaverkefni með því að kaupa mikið af leikföngum sem nýtist flestum krökkum skólans.

Við erum með fullt af hugmyndum sem okkur langar til að framkvæma og því vonumst við eftir góðum undirtektum.

Með fyrirfram þökk og góðum kveðjum,
Stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla.

Prenta | Netfang