Fréttir
Gítartónleikar
Mánudaginn 16. maí voru haldnir gítartónleikar á sal skólans fyrir nemendur í 1. og 4. bekk. Tónleikarnir voru undir stjórn Þorvaldar Más Guðmundssonar gítarleikara og gítarkennara. Nemendur voru mjög ánægðir eftir tónleikana.
NánarStrákar og hjúkrun
Þann 16. maí ´22 fengu drengirnir í 9. bekk innsýn í störf hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á skemmtilegan hátt í vinnusmiðjum. Drengirnir fengu stutta þjálfun í endurlífgun, losun aðskotahluts úr öndunarvegi á dúkku og æfa sig í að sprauta í gervihandlegg. Jafnréttisnefnd Landspítala í samstarfi við Hjúkrunarfræðideild HÍ býður grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu að taka þátt í…
Nánar4. bekkur með ritfangaverslun
Nemendur í 4. bekk hafa verið að vinna með peninga og vasareikna til að reikna háar upphæðir. Í dag lauk þeirri vinnu með því að nemendur opnuðu ritfangaverslun í kennslustofunum. Allskonar ritföng og bækur voru til sölu og nemendur notuðu kennslupeninga til að versla. Nemendur skiptust á að vera viðskiptavinir og kaupmenn svo allir fengu…
NánarForeldrar barna í 1. bekk í heimsókn í danstíma
Foreldrar barna í 1. bekk voru boðnir í heimsókn í skólann í dag og fylgdust með börnum sínum í danstíma. Danskennari skólans, Hulda er með langa reynslu af danskennslu og sérkennari í samkvæmisdönsum.
Nánar9. bekkur á Kjarvalsstöðum
Síðasta þema vetrarins í unglingadeild. Nemendur fóru á söfn þar sem þeir áttu að velja sér eitt listaverk sem heillaði þá og endurskapa það ásamt því að kynna sér höfund verksins og undirbúa kynningu á honum og verkinu. 9. bekkur fór á Kjarvalsstaði dagana 2.-6. maí og vinnugleðin og einbeitingin var mögnuð.
NánarHreinsun skólalóðar
Mánudaginn 9. maí fóru nemendur 2. og 6. bekkjar og hreinsuðu skólalóðina saman. Nemendurnir voru með hanska við týnsluna og fóru varlega. Við þökkum þeim fyrir dugnaðinn.
Nánar7. bekkur í Reykjaskóla
Dagana 2. – 6. maí 2022 fóru nemendur 7. bekkjar í Skólabúðirnar í Reykjaskóla. Ferðin gekk vel og voru nemendur og kennarar ánægðir með ferðina. Hólabrekkuskóli fór með Lækjarskóla í skólabúðirnar.
NánarSkólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts með tónleika fyrir 2. og 3. bekk
Föstudaginn 6. maí síðastliðinn fengum við góða heimsókn frá Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts sem hélt tónleika fyrir 2. og 3. bekk skólans. Nemendur skemmtu sér mjög vel og voru ánægð eftir tónleikana. Við hlökkum til að fá hljómsveitina aftur í heimasókn síðar.
NánarInnritun 5 ára barna
Innritun í grunnskóla fyrir börn fædd 2016 stendur enn yfir. Skólakynning fyrir foreldra 5 ára barna verður auglýst síðar.
NánarSamstarfsdagur, þriðjudagur 3. maí 2022 / Tuesday May 3th, School will be closed according to th School Calendar
Þriðjudaginn 3. maí 2022 er samstarfsdagur eins og fram kemur á skóladagatali. Engin kennsla er þann dag. Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 4. maí. Álfheimar og Hraunheimar (frístundaheimili) opið fyrir þau börn sem skráð eru allan daginn. Tuesday May 3th School will be closed according to the School Calendar. School will resume on Wednesday May 4th.…
Nánar