Mánudagurinn 24. september 2018

Sumarkveðja 2018

sumarkv218 1
Starfsfólk skólans þakkar nemendum og foreldrum þeirra ánægjulegt samstarf á liðnu skólaári. Við óskum öllum ánægjuríks og gleðilegs sumarleyfis og minnum á mikilvægi sumarlesturs. Skrifstofa skólans er lokuð frá 21. júní en opnar aftur 10. ágúst.  Skólasetning verður miðvikudaginn 22. ágúst 2018.

Það verða engir gagnalistar/innkaupalistar í ár

Prenta | Netfang

Útskrift 10. bekkinga, vor 2018

skolaslit2018 1
Fimmtudaginn 7. júní 2018 voru 10. bekkingar útskrifaðir frá skólanum við hátíðlega athöfn. Nemendur mættu ásamt fjölskyldum sínum og skólastarfsmönnum kl. 18.00 í hátíðarsal skólans. Alls útskrifuðust 45 nemendur, 17 piltar og 28 stúlkur. Athöfnin hófst á ávarpi og ræðu skólastjóra sem bauð alla viðstadda velkomna, kynnti dagskrá kvöldsins og þakkaði nemendum og foreldrum samstarfið. Nemendur fengu afhentan vitnisburð sinn ásamt góðum framtíðaróskum.

   
Myndir frá skólaslitum má sjá hér.

Lesa >>

Prenta | Netfang