Þriðjudagurinn 22. maí 2018

Barnamenningarhátíð 2018

Holabrekka barnam2018
ÉG HEYRI SVO VEL

Atriðið okkar á Barnamenningarhátíð 2018 „Ég heyri svo vel“ verður í Fella- og Hólakirkju, miðvikudaginn 18. apríl kl. 09.00

Kór sem skipaður er 120 börnum úr 1. og 2. bekk Hólabrekkkuskóla syngur falleg sönglög eftir íslensku tónskáldin Kristjönu Stefánsdóttur, Ólaf Hauk Símonarson, Atla Heimi Sveinsson og Jón Ásgeirsson. Hljómsveit með nemendum og kennurum úr Tónskóla Sigursveins leikur undir. Verkefnið er ætlað að efla tónmennnt og vekja sönggleði barna í Fella- og Hólahverfinu og styðja farsælt samstarf nágrannaskólanna, Tónskóla Sigursveins og Hólabrekkuskóla. Diljá Sigursveinsdóttir hjá Tónskóla Sigursveins hefur stýrt verkefninu í samvinnu við kennara og stjórnendur Hólabrekkuskóla.

Prenta | Netfang

Erasmus+ fundur á Íslandi

Núna í vikunni (frá 9. - 15. apríl) mun skólinn taka þátt í Erasmus+ fundi sem haldinn verður hjá okkur. Þemað í þessu verkefni er vísindi og listir og hjá okkur á að leggja sérstaka áherslu á náttúruna. Nokkrir nemendur og foreldrar þeirra hafa tekið að sér gestanemendur og munu sjá þeim fyrir mat og gistingu þessa vikuna sem við þökkum kærlega fyrir. Án samvinnu við heimilin gæti skólinn ekki tekið þátt í svona verkefnum. En við í skólanum erum búin að vera að undirbúa okkur fyrir þetta í nokkurn tíma og höfum tekið saman í myndband, verkefnin sem við höfum verið að vinna að. 

Youtube myndbandið okkar um umhverfislist

Prenta | Netfang

Erasmus+ ferð til Palermo - Sikiley (15. - 21. mars)

Þrír starfsmenn skólans og þrír nemendur úr 10. bekk tóku þátt í Erasmus+ fundi í Palermo á Sikiley núna rétt fyrir páska. Nemendur okkar gistu inni á heimilum nemenda í skólanum og kynntust þannig daglegu lífi fólksins mjög vel. Það var ströng dagskrá flesta daga, verkefnavinna og mikið um heimsóknir á söfn og í kirkjur. Nemendur fóru svo á ströndina flest kvöld, þó að veðrið hafi ekki verið upp á sitt besta. Ströndin er staðurinn sem unglingarnir fara á og þangað mæta allir. Eins og alltaf eru þessar ferðir ótrúleg upplifun fyrir alla þátttakendur, maður kynnist stöðunum út frá sjónarhóli heimafólksins og borðar það sem innfæddir eru stolltastir af að bera fram fyrir gestina. 

Í þessu verkefni eru sjö þjóðir. Ísland (Hólabrekkuskóli), Finnland, Ítalía, Spánn, Grikkland, Tékkland og Holland. Næsti fundur verður á Íslandi frá 9. til 15. apríl. 

IMG 20180318 WA0000

Prenta | Netfang