Fimmtudagurinn 21. september 2017

Friðarfulltrúar Íslands heiðraðir í Höfða

Frétt af fréttamiðlinum vísir.is frá í sumar 2017:

Friðarfulltrúar Íslands heiðraðir í Höfða, nemendur okkar í þessum góða hópi
065424BDD058D40B2A3F320DB1A03150CC04B5D295370A244E7A1D7F89A9AA03 713x0
Mynd tekin af visi.is

Það er gott að fá hugmyndir frá ykkur um það sem við getum gert betur.“ Þetta sagði Eliza Reid forsetafrú þegar hún tók við skilaboðum til eiginmanns síns frá fyrstu friðarfulltrúum landsins, eins og unglingarnir voru titlaðir sem útskrifuðst í Höfða, friðarsetri, í gær eftir sumarnámskeið sem Höfði, borgin og HÍ sameinuðust um.

Einnig tóku Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ og Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, við ábendingum um atriði sem þessir umboðsmenn friðar töldu til bóta. Meðal þess sem þar var á blaði voru hugmyndir um gróðurhús fyrir stúdenta svo fleiri gætu ræktað plöntur og að frímínúturnar í skólum yrðu gerðar lengri.

„Markmiðið er að efla friðarfræðslu meðal ungs fólks og auka tengsl barna á milli. Við völdum inn börn með alíslenskan bakgrunn yfir í börn sem eiga erlenda foreldra og komu til landsins í vetur. Vonum að öll upplifi sig ríkari af því að skilja aðra menningu en þá sem þau eiga að venjast og læra fleiri tungumál.“ lesa meira hér

Prenta | Netfang

Hjólabraut

Hjólabraut - Betri aðstaða til að stunda fjölbreytta hreyfingu

IMG 4832

Það er ánægjulegt að greina frá því að Hólabrekkuskóli fékk nýja hjólabraut á skólalóðina nánast daginn fyrir skólasetningu.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Fyrsti skóladagur og skólasetning

Hólabrekkuskóli var settur þriðjudaginn 22. ágúst síðastliðinn og þar með hófst 44. starfsár skólans. Við hlökkum til samstarfsins í vetur, skólaárið 2017-2018.

 1 b fyrsti skoladagur 2017 mynd1
Mynd: Nemendur í 1. bekk, fyrsti kennsludagur

Það voru kátir nemendur sem stigu fyrstu skref sinnar skólagöngu fimmtudaginn 24. ágúst. Eins og sjá má á myndunum skín eftirvæntingin úr augum barnanna og ljóst að framundan eru spennandi og skemmtilegir tímar.

1 b fyrsti skoladagur 2017 mynd2

Prenta | Netfang