Miðvikudagurinn 21. febrúar 2018

100 daga hátíð 2018

IMG 6734 hs
Smelltu á myndina til að stækka

IMG 6745 1 hs
Smelltu á myndina til að stækka

Nú hafa nemendur í 1. bekk Hólabrekkuskóla verið grunnskólanemendur í 100 daga. Þeim merka áfanga þarf að sjálfsögðu að fagna og við gerum það með ýmsum hætti.

Við byrjuðum daginn okkar á því að fara í vasaljósagöngu þar sem við skoðuðum nánasta umhverfi okkar í geislum vasaljósa. Við nýttum einnig tækifærið til þess að athuga hvernig endurskinsmerkin virka enda mikilvægt að vera með endurskinsmerki á útifatnaði. Við fengum heitt kakó þegar við komum útitekin og glöð úr göngunni okkar.

Í tilefni af 100 dögunum munum við vinna ýmis verkefni tengd fyrsta hundraðinu. Búum til orð úr 100 bókstöfum, lesum 100 algengustu orðin í tímatöku, búum til 10 reiti af 10 = 100, teiknum myndir af því hvernig við sjáum heiminn fyrir okkur eftir 100 ár o.m.fl.

Innilega til hamingju 1. bekkur, sjá fleiri myndir hér.

Prenta | Netfang

Plastendurvinnsla

Plast 1
Nemendur í bekk 73 eru að flokka plast og í lok vetrar ætla þeir að vikta hvern poka sem fer í endurvinnslu og sjá hversu mikið plast fellur til hjá einum bekk yfir veturinn.

Prenta | Netfang

Samstarfsdagur og foreldra- og nemendasamtöl

Samstarfsdagur
Mánudaginn 29. janúar 2018 er samstarfsdagur eins og fram kemur á skóladagatali og engin kennsla er þann dag.

Álfheimar og Hraunheimar (frístundaheimili) verða opin allan daginn fyrir þau börn sem þar eru skráð.

Foreldra- og nemendasamtöl
Þriðjudaginn 30. janúar verða foreldra- og nemendasamtöl samkvæmt skóladagatali en þá fellur niður öll kennsla og nemendur mæta einungis í viðtal með foreldrum sínum.

Álfheimar og Hraunheimar (frístundaheimili) verða opin allan daginn fyrir þau börn sem þar eru skráð.

Kaffi og veitingasala nemenda í 10. bekk verður þennan dag svo endilega kíkið við hjá þeim og styrkið starfið.


Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 31. janúar 2018.

Prenta | Netfang