Mánudagurinn 24. september 2018

Norræna skólahlaupið

Miðvikudaginn 5. september verður Norræna skólahlaupið haldið í Hólabrekkuskóla. Hlaupið hefst kl. 08:45 og verður það ræst við hólinn á miðri skólalóðinni. Hlaupinn verður hringur um hverfið sem er 2.5 km að lengd og geta nemendur valið um að hlaupa 1-4 hringi. Þeir nemendur sem hlaupa 4 hringi fá nafn sitt birt á heimasíðu skólans. Við ætlum að hafa stóra klukku við rásmarkið, þannig að nemendur geta séð tímann sinn hafi þeir áhuga á því að vita hversu hratt þeir hlaupa sína vegalengd. Allir fá viðurkenningarskjal fyrir að hafa lokið hlaupinu en það verður afhent síðar.

Við vlijum því benda ykkur á að senda nemendur vel klædda fyrir útihlaupið og passa vel uppá skóbúnaðinn.

Hér má sjá hvernig hringurinn lítur út: https://www.strava.com/activities/686166708
Hér má sjá nánar um sögu norræna skólahlaupsins : http://isi.is/fraedsla/norraena-skolahlaupid/

Foreldrar og aðstandendur sem hafa áhuga á mega gjarnan hlaupa með.

Prenta | Netfang

Skólasetning haust 2018

skolas h 18 ag 18
Smelltu á mynd til að stækka letur

Skólasetning verður miðvikudaginn 22. ágúst 2018

kl. 09:00   2. - 5. bekkur
kl. 11:00   6. - 10. bekkur

Eftir skólasetningu í hátíðarsal skólans fara nemendur með umsjónarkennara í sínar heimastofur. Nemendur í 1. bekk verða boðaðir sérstaklega í viðtöl með foreldrum sínum 22. og 23. ágúst. Kennsla nemenda í 2. - 10. bekk hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 23. ágúst. Kennsla nemenda í 1. bekk hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 24. ágúst.

Skólastjóri.

Prenta | Netfang