Fimmtudagurinn 13. desember 2018

Uppeldi til ábyrgðar - Þarfir

Þarfir
(Byggt á kenningum William Glasser)

Öll höfum við ákveðnar grunnþarfir sem við leitumst við að uppfylla:

Öryggi: Að hafa húsaskjól, mat, föt, líkamleg heilsu o.s.frv.
Umhyggja: Ást, vinskapur, taka þátt, náin kynni, félagsskapur.
Gleði: Ánægja, hlátur, leikur, grín.
Frelsi: Hreyfing, val, sjálfstæði.
Áhrif: Færni, árangur, mikilvægi, skipulag.

UTA_tharfir_Page_1
smelltu á mynd til að lesa meira

Þegar við náum að uppfylla þarfirnar á jákvæðan hátt í sátt við aðra, líður okkur vel. Ef það tekst ekki gerir vanlíðan vart við sig.

Prenta | Netfang

Uppeldi til ábyrgðar - Sjálfsagi

Sjálfsagi

Uppeldi til ábyrgðar leggur áherslu á „sjálfstjórnarkenningu" William Glasser. Samkvæmt henni stjórnast hegðun okkar „innan frá". Við veljum gjörðir okkar út frá þörfum okkar hverju sinni. Lögð er áhersla á að nemendur læri að taka réttar ákvarðanir. Mistök eru hluti af því að þroskast. Við viljum hjálpa nemendum að leiðrétta mistök sín og eflast um leið.

Að læra sjálfsaga getur tekið tíma. Sumir nemendur þurfa meira aðhald en aðrir. Á sama tíma og við gefum nemendum svigrúm til að læra og nota sjálfsaga, höfum við reglur skýrar. Reglufestunni beitum við þegar nemendur eru ekki tilbúnir til þess að stjórna sér sjálfir.

Í raun má segja að vit gefum nemendum svigrúm til að athafna sig, en höfum þó rammana skýra fyrir þá sem það þurfa.

 

Dr_William_Glasser2

Mynd tekin af netinu: Doktor William Glasser

Prenta | Netfang