Fimmtudagurinn 13. desember 2018

Jólaföndur 2014

Laugardaginn 6. desember
verður árlegt jólaföndur í sal Hólabrekkuskóla milli klukkan 10-13. Við ætlum að eiga notalega stund saman, hlusta á jólatónlist og föndra fallegt og einfalt jólaskraut ásamt því að skreyta piparkökur.

Það sem þarf að koma með er:

  • Jólaskapið
  • Nál og tvinna (rauður/svartur/hvítur)
  • Skæri

BrailleChristmasCandyCanes

Það verður posi á staðnum fyrir jólaföndrið.

10. bekkur verður með kökusölu til styrktar útskriftarferðar árgangsins á næsta ári.

Við hlökkum til að sjá ykkur í jólastuði!
Stjórn foreldrafélagsins

Athugið að þetta er fjölskylduskemmtun og er ekki ætlast til að börnin komi ein.

Prenta | Netfang

Getraun á bókasafni skólans

Við ætlum að vera með skemmtilega getraun á bókasafni skólans í desember 2014. Allir mega taka þátt. Getraunin er; hvað eru margar bækur í jólatrénu? Dregið verður úr réttum svörum á þrettándanum, verðlaun í boði.

IMG 3601

Prenta | Netfang

Piparkökuhúsakeppnin 2014

Breytt dagsetning: Piparkökuhúsakeppni Hólabrekkuskóla verður haldin föstudaginn 10. desember. Skila þarf inn húsum eigi síðar en kl. 10:00 þann dag.
Keppt verður í tveimur flokkum a) heimabakað  b) aðkeypt hús. Verðlaun verða veitt fyrir bestu húsin að mati dómnefndar fyrir: frumleika/hugmyndaflug, vandvirkni, glæsileika og útfærslu. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu skólans, í s. 411-7550, eða í gegnum netfangið;  This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Þetta tölvupóstfang er varið með ruslpóstssíu. JavaScript verður að vera virkt í vafranum þínum til að póstfangið sjáist. merkt: Piparkökuhús
a_gingerbread_house_decorated

Prenta | Netfang